Innlent

Götuvirði efnanna hálfur milljarður

Jón H.B. Snorrason og Karl Steinar Valsson
Jón H.B. Snorrason og Karl Steinar Valsson mynd/anton
„Þetta er eitt af stærstu málum sem við höfum fengist við í gegnum tíðina," segir Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar. Alls voru átta íslendingar handteknir í Danmörku í tengslum við gríðarstórt fíkniefnamál. Málið teygir anga sína víða. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að skotvopn voru haldlögð í húsleit í tengslum við rannsókn málsins.

Karl Steinar segir að Íslendingarnir átta séu með tölu búsettir erlendir, hins vegar er allur gangur á því hvar mennirnir hafa haldið til síðustu ár. Flestir hinna handteknu hafa komist í kast við lögin hér á landi.

Byssan sem var haldlögð við rannsókn málsins.
„Lögreglan í Danmörku stjórnar þessu máli," sagði Karl Steinar í samtali við Vísi. „Við munum vinna að þessu saman og í samstarfi við Norðmenn."

Þá bendir Karl Steinar á að rannsókn málsins hafi staðið yfir í meir og minna eitt ár. Samstarf Norðurlandaþjóða hafi reynst dýrmætt og ekki síður aðkoma Europol að málinu.

Fíkniefnamál af þessari stærðargráður eru sjaldséð segir Karl Steinar. Alls hefur lögregla lagt hald á 34 kíló af amfetamíni í tengslum við rannsóknina ásamt um 600 grömmum af alsælu.

„Þetta eru geysilega sterk efni sem átti líklega eftir að tvöfalda, ef ekki þrefalda, í magni. Þessu er síðan skipt niður og selt. Götuvirði eins grams af amfetamíni er um 5.000 krónur."


Tengdar fréttir

Átta Íslendingar í haldi í Danmörku - höfuðpaurinn íslenskur

Íslendingarnir sem flæktir eru í risastórt fíkniefnamál í Danmörku eru átta talsins. Þeir eru allir í haldi þar ytra. Talsmaður dönsku fíkniefnalögreglunnar segir að höfuðpaurinn í málinu sé Íslendingur og hann lofar samstarf dönsku lögreglunnar við þá íslensku í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×