Innlent

"Ferill Jóhönnu er einn sá merkilegasti í Íslandssögunni"

Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingar.
Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingar.
„Þetta eru auðvitað leiðinleg tíðindi, en ekki eru þau óvænt." Þetta segir Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tilkynnti samflokksmönnum sínum í dag að hún myndi láta af embætti í lok kjörtímabilsins sem og formennsku í Samfylkingunni.

„Ég held að það sé óhætt að segja að dómur sögunnar muni fara mildum höndum um feril Jóhönnu," sagði Dagur í samtali við Vísi. „Ferill hennar er að mínu mati einn sá merkilegasti í Íslandssögunni."

„Hún tók við hlutverki og verkefni sem margir spáðu að myndi aldrei ganga eftir eða takast."

„Þetta er dagurinn hennar Jóhönnu," sagði Dagur síðan aðspurður um hvort að hann muni sækjast eftir formennsku í Samfylkingunni. „Þetta mun allt skýrast á næstunni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×