Enski boltinn

Villas-Boas: Gylfi hefur verið veikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, staðfesti eftir sigur liðsins á Manchester United í kvöld að Gylfi Þór Sigurðsson hafi verið veikur síðustu dagana.

„Gareth [Bale] gat ekki æft með okkur í vikunni vegna flensu og Gylfi hefur verið veikur síðustu tvo daga," sagði hann við enska fjölmiðla.

„Leikmenn eru því mjög þreyttir en það verður að hrósa þeim öllum á svo sérstöku kvöldi. Fyrsti hálfleikurinn gjörólíkur þeim síðari en við getum verið stoltir af okkur."

„Nú verðum við bara að halda áfram enda mikilvægir leikir fram undan," bætti Villas-Boas við.

Gylfi kom inn á sem varamaður í 3-2 sigri Tottenham á Manchester United og spilaði síðustu 20 mínúturnar eða svo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×