Erlent

Forsprakki The Pirate Bay sendur til Svíþjóðar í lögreglufylgd

Yfirvöld í Kambódíu hafa sent Svíann Gottfrid Svartholm Warg aftur til síns heima en hann hefur verið eftirlýstur frá árinu 2009.
Yfirvöld í Kambódíu hafa sent Svíann Gottfrid Svartholm Warg aftur til síns heima en hann hefur verið eftirlýstur frá árinu 2009.
Yfirvöld í Kambódíu hafa sent Svíann Gottfrid Svartholm Warg aftur til síns heima en hann hefur verið eftirlýstur frá árinu 2009.

Svartholm er forsprakki vefsíðunnar The Pirate Bay sem hefur gefið fólki færi á að niðurhala bíómyndum, tónlist og tölvuleikjum um árabil, rétthöfum efnisins til mikillar mæðu.

Svartholm var dæmdur í fangelsi árið 2009 og gert að greiða um 400 milljónir króna í skaðabætur til stórfyrirtækja á borð við Warner og Sony.

Síðar var sektin hækkuð í tæpar 800 milljónir. Swartholm og félagar hans hafa ávallt neitað sök og bent á að síðan hýsi ekkert ólöglegt efni, hún gefi notendum aðeins kost á að skiptast á svokölluðum torrent skrám.

Á dögunum var Swartholm loks handtekinn í Kambódíu og í gær var hann fluttur í lögreglufylgd til heimalands síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×