Tunglfarinn Neil Armstrong var lagður til hinstu hvílu í Ohio í Bandaríkjunum í dag. Stjórnmálamenn, vísindamenn og aðstandendur Armstrongs fjölmenntu á minningarathöfn í Þjóðardómkirkjunni í Washington.
Á meðal þeirra sem héldu ræðu við athöfnina voru Charles Bolden, stjórnandi NASA og fyrrverandi geimfari, og Eugene Cernan en hann var tólfti, og síðasti, maðurinn til að ganga á yfirborði tunglsins.
Í einu af glermálverkum dómkirkjunnar er að finna lítið grjót sem félagarnir Armstrong og Aldrin komu með frá tunglinu.
