Íslenski boltinn

HK heldur í vonina eftir sigur á Völsungi | Fjarðabyggð féll

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aron Bjarki Jósepsson í KR og Elfar Árni Aðalsteinsson, Bliki, eru uppaldir leikmenn Völsungs.
Aron Bjarki Jósepsson í KR og Elfar Árni Aðalsteinsson, Bliki, eru uppaldir leikmenn Völsungs.
Völsungi mistókst að tryggja sér sæti í 1. deild karla í knattspyrnu þegar liðið lá 1-0 gegn HK í Kópavogi. KF vann stórsigur á Gróttu og styrkti stöðu sína í 2. sæti deildarinnar.

Atli Valsson skoraði eina markið á Kópavogsvelli en allt annað en sigur hefði gert vonir HK um sæti í 1. deild að engu. Völsungi dugði eitt stig til að tryggja sér sæti í 1. deild en þarf að bíða enn um sinn með fagnaðarlætin.

KF vann 4-1 sigur á Gróttu fyrir norðan. Liðið hefur nú 42 stig í öðru sæti deildarinnar og dugar jafntefli í lokaleik sínum í Hveragerði um næstu helgi. HK og Afturelding gætu náð liðinu að stigum en markatala liðsins er langbest.

Þá gaf KV baráttuna um sæti í 1. deild upp á bátinn með 1-3 tapi á heimavelli gegn Dalvík/Reyni. Afturelding á enn von um sæti í 1. deild eftir 3-2 sigur á Fjarðarbyggð. Tapið þýðir að Fjarðarbyggð er fallið í 3. deild ásamt KFR.

Úrslitin í dag.

HK 1-0 Völsungur

KV 1-3 Dalvík/Reynir

KF 4-1 Grótta

KFR 0-4 Reynis Sandgerði

Fjarðabyggð 2-3 Afturelding

Njarðvík 2-1 Hamar



Staðan í deildinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×