Enski boltinn

Öll mörkin úr leikjum helgarinnar í enska eru inn á Vísi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar fyrsta marki Tottenham í gær.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar fyrsta marki Tottenham í gær. Mynd/Nordic Photos/Getty
Átta leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina og fjórðu umferðinni lýkur í kvöld með leik Everton og Newcastle. Að venju eru helstu atvikin úr öllum leikjunum í ensku úrvalsdeildinni aðgengileg á sjónvarpshlutanum á Vísi.

Það er hægt að sjá sex marka veislu Arsenal á móti Southampton, mörkin hans Dimitar Berbatov í fyrsta leik hans í byrjunarliði Fulham, hvernig Stoke náði jafntefli á móti Englandsmeisturum Manchester City, öll fjögur mörk Manchester United á móti Wigan og hvernig Luis Suárez bjargaði stigi fyrir Liverpool á móti Sunderland.

Það má heldur ekki gleyma þætti Gylfa Þórs Sigurðssonar í fyrsta sigri Tottenham á tímabilinu sem kom í leik á móti hans gömlu félögum í Reading.

Það er hægt að nálgast svipmyndir frá öllum leikjum helgarinnar með því að smella hér. Það er einnig hægt að nálgast hvern og einn leik með því að smella á leikina hér fyrir neðan.

Úrslitin úr ensku úrvalsdeildinni um helgina:

Norwich City - West Ham 0-0

Arsenal - Southampton 6-1

Aston Villa - Swansea City 2-0

Fulham - West Bromwich 3-0

Manchester United - Wigan 4-0

Queens Park Rangers - Chelsea 0-0

Stoke - Manchester City 1-1

Sunderland - Liverpool 1-1

Reading - Tottenham 1-3




Fleiri fréttir

Sjá meira


×