Innlent

Níu ára stúlka lenti í ryskingum við fullorðinn karlmann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Níu ára stúlka lenti í ryskingum við fullorðinn karlmann síðla dags í gær þegar hún var að koma úr íþrottahúsinu í Kaplakrika og var að ganga yfir í Setbergshverfi. Samkvæmt lýsingu lögreglunnar mætti stúlkan manni sem bar hendina fyrir augum sér, eins og maður gerir oft þegar sólin skín í augun.

Stúlkan, sem var á hjóli, og maðurinn rákust á og eftir það kom til einhverra ryskinga. Fram kemur í bókun lögreglunnar að maðurinn hafi meðal annars haldið fyrir munninn á henni. Stúlkan náði þó að losa sig frá honum og hélt sína leið.

Foreldrar stúlkunnar hringdu í lögregluna þegar stúlkan var komin heim til sín og kom lögreglan heim til þeirra til að taka skýrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×