Enski boltinn

Stuðningsmenn Arsenal bauluðu á Walcott

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur viðurkennt að hafa áhyggjur af samningsstöðu Theo Walcott en samningur hans rennur út næsta sumar.

Það hefur gengið illa að ganga frá nýjum samningi og það hefur hleypt illu blóði í suma stuðningsmenn Arsenal sem bauluðu á Walcott í leiknum gegn Southampton.

"Það er áhyggjuefni þegar baulað er á eigin leikmenn. Maður vill að leikmenn sínir fái allan þann stuðning sem mögulegt er. Við megum samt ekki láta þetta hafa áhrif á okkur," sagði Wenger.

"Við erum enn vongóðir um að Theo skrifi undir nýjan samning. Ef sama staða er enn uppi í apríl verður málið orðið flóknara. Hann sjálfur segist vilja vera áfram hjá okkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×