Innlent

Ekki tekið ákvörðun um áfrýjun

Maðurinn sem dæmdur var í átta ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir gróf kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort að dómnum verði áfrýjað. Áfrýjunarfrestur rennur út 15. október næstkomandi.

Að sögn lögmanns mannsins verður tekin ákvörðun um það á næstu dögum eða viku. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara hefur embættið ekki heldur tekið ákvörðun um það hvort að dómnum verði unað eða honum áfrýjað til Hæstaréttar. Dómurinn er einn sá þyngsti sem fallið hefur hér á landi í kynferðisafbrotamálum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×