Innlent

Grunaður um kynferðisbrot gegn pilti yngri en 15 ára

Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því á fimmtudag en verður látinn laus úr haldi í dag.
Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því á fimmtudag en verður látinn laus úr haldi í dag. mynd úr safni
Karlmaður á miðjum aldri frá Akureyri hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því á fimmtudaginn í síðustu viku vegna gruns um kynferðisbrot gegn pilti yngri en fimmtán ára gömlum.

Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarlögreglunni á Akureyri, sem fer með rannsókn málsins, átti brotið sér stað í síðustu viku en maðurinn og pilturinn þekktust.

Maðurinn verður látinn laus úr haldi í dag að lokinni skýrslutöku. Rannsókn hefur staðið yfir síðustu daga og miðar vel, að sögn lögreglu.

Vikublaðið Akureyri segir að maðurinn hafi játað sök að hluta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×