Innlent

Upplýsingavefur um þjóðaratkvæðagreiðslu

Samtök um nýja stjórnarskrá hafa opnað vefsetið sans.is. Þar er að finna kynningarefni, fræðigreinar, viðtöl og fjölmiðlaumfjöllun fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um tillögur Stjórnlagaráðs þann 20. október næstkomandi.

Í fréttatilkynningu frá hópnum segir að á síðunni sé leitað svara við algengustu spurningum varðandi atkvæðagreiðsluna.

Spurningum eins og hvaða þýðingu þjóðaratkvæðagreiðslan hefur, hvort þörf sé á að breyta stjórnarskránni og hvaða áhrif þjóðfundur 2010 hafði á tillögu Stjórnlagaráðs, auk skýringa á þeim spurningum sem lagðar verða fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Nánar á sans.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×