Innlent

30 daga fangelsi fyrir fíkniefnabrot

BBI skrifar
Karlmaður var í dag dæmdur í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft rúm 70 grömm af kannabisefnum og tæp 13 grömm af amfetamíni í vörslum sínum. Auk þess fannst eins meters löng sveðja í íbúð hans.

Fíkniefnin voru öll ætluð til sölu en maðurinn játaði brot sín skýlaust. Héraðsdómur Reykjaness virti ákærða játninguna til málsbóta en þrátt fyrir það þóttu ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna.

Maðurinn á langan sakarferil að baki og hefur meðal annars hlotið fimm dóma, gengist undir sjö sáttir hjá lögreglu stjóra og greitt sektir. Ástæðurnar eru helst akstur undir áhrifum fíkniefna og hefur viðkomandi ítrekað verið sviptur ökurétti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×