Innlent

Orðið "svín" rispað á bíl

Bifreið sem stóð á plani við verkstæði í Reykjanesbæ varð fyrir barðinu á skemmdarvörgum í gær. Skorið hafði verið á hægra afturdekk og vinstra framdekk.

Þá var búið að rispa orðið „svín" á bílstjórahurðina og á farþegahurð á vinstri hlið bílsins.

Þá kom eigandi annarrar bifreiðar að brotnu bjórglasi á vélarhlíf. Bíllinn var bæði rispaður og dældaður.

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú málin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×