Innlent

Ók upp á torg og reif kjaft við lögreglu

Lögreglan á Suðurnesjum handtók um helgina tæplega tvítugan karlmann sem ók undir áhrifum fíkniefna og endaði aksturinn uppi á Reykjavíkurtogi á Hafnargötu.

Maðurinn var eitthvað óánægður með afskipti lögreglu og lét ófriðlega. Flytja þurfti manninn í járnum á lögreglustöð þar sem hann játaði neyslu á kannabis.

Þá hafði lögregla afskipti af öðrum ökumanni sem reyndist bæði undir áhrifum áfengis og fíkniefna við aksturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×