Innlent

Framhald Hungurleikanna er vinsælast

BBI skrifar
Mynd/GVA
Þriðja bókin í þríleiknum um Hungurleikana er mest selda bók síðustu viku í Eymundsson. Hún skýtur sér þar með upp fyrir erótísku skáldsöguna Fimmtíu gráa skugga sem hafnar í þriðja sæti listans.

Bókin heitir Hermiskaði og er síðasta bókin í þríleik Suzanne Collins um Hungurleikana sem er ævintýrasaga fyrir yngri kynslóðina. „Það gleður mig sérstaklega mikið þegar barna- og unglingabækur ná inn á topp 10 listann og ég kemst í hátíðarskap þegar slík bók kemst í fyrsta sæti listans," segir Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri Eymundsson.

Mest selda bók Eymundsson í síðustu viku.
Skáldsagan Fimmtíu gráir skuggar, sem segir frá kynlífi tveggja elskenda, hefur verið afar vinsæl hjá landanum að undanförnu og trónað efst á sölulistum um nokkurt skeið. Slík var eftirspurnin að bókin var endurprentuð rúmri viku eftir að hún kom út. Nýverið kom hins vegar bókin Hermiskaði út og hlýtur svo góðar viðtökur að hún veltir Fimmtíu gráum skuggum af stalli.

Í öðru sæti listans er bókin Létta leiðin eftir Ásgeir Ólafsson sem fjallar um heilsubótarkerfi og stuðlar að bættri heilsu lesenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×