Græðgin varð hrafninum að falli BBI skrifar 19. september 2012 11:48 Lambið og hrafninn hvíla saman í votri gröf. Mynd/Jóhann Sveinsson Segja má að hrafninn á þessari mynd hafi orðið óbeint fórnarlamb fárviðrisins sem geisaði á Norðurlandi í síðustu viku. Það var leitarmaðurinn Jóhann Sveinsson sem gekk fram á þessa votu gröf á Holtavörðuheiði og smellti af henni mynd sem birtist á fréttavef Skessuhorns í dag. Bændur sakna þúsundum kinda eftir óveðrið á Norðurlandi og óttast mikil afföll. Tófur og önnur rándýr hafa notið góðs af þessum hrakförum kinda sem standa hálfar uppúr sköflum eða liggja afvelta í snjónum. Rándýrin éta sig gjarna inn í dýrin áður en þau gefa endanlega upp öndina. Líklega var eitthvað svipað uppi á teningnum í þessu tilviki. Hrafninn á myndinni hefur komið að lambinu liggjandi í laut fullri af vatni. Líklega hefur verið lífsmark með lambinu þegar hrafninn byrjaði að éta sig inn í vömbina á því. Hann hefur þannig verið of bráður á sér því lambið virðist hafa velt sér þegar hrafninn var kominn inn í vömbina á því með þeim afleiðingum að hann klemmdist á milli og beinlínis drukknaði í vömbinni á lambinu. Þannig getur græðgin orðið manni að falli. Að sögn leitarmanna minnast þeir ekki svipaðs tilviks áður. Þegar leitarmenn komu að dýrunum voru ekki fleiri hrafnar í nágrenninu, enda vitað að þegar hrafn drepst af einhverjum ástæðum halda aðrir hrafnar sig fjarri. Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Segja má að hrafninn á þessari mynd hafi orðið óbeint fórnarlamb fárviðrisins sem geisaði á Norðurlandi í síðustu viku. Það var leitarmaðurinn Jóhann Sveinsson sem gekk fram á þessa votu gröf á Holtavörðuheiði og smellti af henni mynd sem birtist á fréttavef Skessuhorns í dag. Bændur sakna þúsundum kinda eftir óveðrið á Norðurlandi og óttast mikil afföll. Tófur og önnur rándýr hafa notið góðs af þessum hrakförum kinda sem standa hálfar uppúr sköflum eða liggja afvelta í snjónum. Rándýrin éta sig gjarna inn í dýrin áður en þau gefa endanlega upp öndina. Líklega var eitthvað svipað uppi á teningnum í þessu tilviki. Hrafninn á myndinni hefur komið að lambinu liggjandi í laut fullri af vatni. Líklega hefur verið lífsmark með lambinu þegar hrafninn byrjaði að éta sig inn í vömbina á því. Hann hefur þannig verið of bráður á sér því lambið virðist hafa velt sér þegar hrafninn var kominn inn í vömbina á því með þeim afleiðingum að hann klemmdist á milli og beinlínis drukknaði í vömbinni á lambinu. Þannig getur græðgin orðið manni að falli. Að sögn leitarmanna minnast þeir ekki svipaðs tilviks áður. Þegar leitarmenn komu að dýrunum voru ekki fleiri hrafnar í nágrenninu, enda vitað að þegar hrafn drepst af einhverjum ástæðum halda aðrir hrafnar sig fjarri.
Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent