Innlent

Ásmundur krefur Steingrím upplýsinga um ferðaþjónustuna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, óskaði í morgun eftir sérstakri umræðu um stöðu ferðaþjónustunnar. Hann óskar eftir því að Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra verði til svara. Ásmundur Einar vill meðal annars vita hversu miklar gjaldeyristekjur ferðaþjónustan skapar, hversu margir hafa beina atvinnu af ferðaþjónustu og hversu mörg afleidd störf hún skapar. Þá vill hann jafnframt vita hversu háir skattar eru af gistingu á Norðurlöndunum. Eins og fram hefur komið gerir fjárlagafrumvarpið ráð fyrir því að á næsta ári hækki skattar á gistingu úr 7% í 25,5%




Fleiri fréttir

Sjá meira


×