Innlent

Þingmenn vilja styðja við íslenska tónlist

BBI skrifar
Mynd frá Iceland Airwaves en hátíðin trekkir fjölda erlendra ferðamanna til landsins ár hvert.
Mynd frá Iceland Airwaves en hátíðin trekkir fjölda erlendra ferðamanna til landsins ár hvert.
Fimmtán þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um myndun starfshóps sem á að útfæra stuðning við íslenskt tónlistarlíf. Starfshópurinn á m.a. að skoða hvernig efla megi sköpun, tónleikahald, þróunarstarf og útflutning á íslenskri tónlist. Hópurinn á að skila niðurstöðum í vor á næsta ári.

Þingmennirnir telja mikilvægi tónlistarinnar fyrir íslenska menningu seint verða metið til fjár. Íslensk tónlist er m.a. sögð hafa aukið áhuga erlendra ferðamanna á Íslandi sem áfangastað.

Starfshópurinn á að skoða með hvaða hætti sé hægt að styðja við tónlistamenn og tryggja sanngjarna þóknun fyrir notkun verka þeirra svo fátt eitt sé nefnt. Hópurinn á að vera skipaður fulltrúum frá STEF, Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda og Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×