"Þeir gerðu málið verra" Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. september 2012 22:00 Hjúkrunarfræðingar segja að of seint sé í rassinn gripið með samkomulagi Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, og Björn Zoëga, forstjóra Landspítalans. Skaðinn sé nú þegar skeður. „Sá skaði er fyrst og fremst trúnaðarbrestur," segir Elsa Friðfinnsdóttir, formaður Félags Hjúkrunarfræðinga. „Og sá trúnaðarbrestur er á milli forstjóra Landspítalans og starfsmanna stofnunarinnar." Fallið var frá boðaðri launahækkun Björns í dag. Kauphækkunin féll í vægast sagt grýttan jarðveg og var það starfsfólk spítalans sem var hvað háværast í gagnrýni sinni. Elsa telur að málið eigi eftir að draga dilk á efti sér. Hún bendir á að bæði Guðbjartur og Björn hafi fært rök fyrir launahækkuninni í fjölmiðlum.Elsa Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga.„Svo segir Björn í fréttum að hann hafi ætlað að sjá hver viðbrögðin yrðu. Var bara verið að athuga hvort að þetta myndi ganga upp?" spyr Elsa og bætir við: „Þeir gerðu málið í raun verra með þessu." „Það var aldrei okkar keppikefli að Björn hefði ekki samkeppnishæf laun. En það þarf að hugsa um alla þá sem koma að rekstri spítalans, samkeppnisstöðu þeirra, bæði hér á landi sem og erlendis." Samt sem áður telur Elsa að málið hafi skapað afar jákvæða og mikilvæga umræðu um starfsemi heilbrigðisþjónustunnar. „Annars vegar færist nú kastljósið á laun starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar og þá í samanburði við ríkisstarfsmenn í annarri þjónustu. Hins vegar hefur þetta mál opnað á þá umræðu um hversu langt hefur í raun verið gengið í niðurskurði á Landspítalanum." Tengdar fréttir Hætta við að hækka laun forstjóra Landspítalans Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, hafa náð samkomulagi um að falla frá launahækkun Björns. Ráðgert var að hún kæmi til framkvæmda um næstu mánaðamót. Fyrirhuguð hækkun nam um 400 þúsund krónum. 19. september 2012 16:36 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar segja að of seint sé í rassinn gripið með samkomulagi Guðbjarts Hannessonar, velferðarráðherra, og Björn Zoëga, forstjóra Landspítalans. Skaðinn sé nú þegar skeður. „Sá skaði er fyrst og fremst trúnaðarbrestur," segir Elsa Friðfinnsdóttir, formaður Félags Hjúkrunarfræðinga. „Og sá trúnaðarbrestur er á milli forstjóra Landspítalans og starfsmanna stofnunarinnar." Fallið var frá boðaðri launahækkun Björns í dag. Kauphækkunin féll í vægast sagt grýttan jarðveg og var það starfsfólk spítalans sem var hvað háværast í gagnrýni sinni. Elsa telur að málið eigi eftir að draga dilk á efti sér. Hún bendir á að bæði Guðbjartur og Björn hafi fært rök fyrir launahækkuninni í fjölmiðlum.Elsa Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga.„Svo segir Björn í fréttum að hann hafi ætlað að sjá hver viðbrögðin yrðu. Var bara verið að athuga hvort að þetta myndi ganga upp?" spyr Elsa og bætir við: „Þeir gerðu málið í raun verra með þessu." „Það var aldrei okkar keppikefli að Björn hefði ekki samkeppnishæf laun. En það þarf að hugsa um alla þá sem koma að rekstri spítalans, samkeppnisstöðu þeirra, bæði hér á landi sem og erlendis." Samt sem áður telur Elsa að málið hafi skapað afar jákvæða og mikilvæga umræðu um starfsemi heilbrigðisþjónustunnar. „Annars vegar færist nú kastljósið á laun starfsmanna heilbrigðisþjónustunnar og þá í samanburði við ríkisstarfsmenn í annarri þjónustu. Hins vegar hefur þetta mál opnað á þá umræðu um hversu langt hefur í raun verið gengið í niðurskurði á Landspítalanum."
Tengdar fréttir Hætta við að hækka laun forstjóra Landspítalans Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, hafa náð samkomulagi um að falla frá launahækkun Björns. Ráðgert var að hún kæmi til framkvæmda um næstu mánaðamót. Fyrirhuguð hækkun nam um 400 þúsund krónum. 19. september 2012 16:36 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Hætta við að hækka laun forstjóra Landspítalans Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra og Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, hafa náð samkomulagi um að falla frá launahækkun Björns. Ráðgert var að hún kæmi til framkvæmda um næstu mánaðamót. Fyrirhuguð hækkun nam um 400 þúsund krónum. 19. september 2012 16:36