Íslenski boltinn

Björn Bergmann meiddur | Kolbeinn kemur til landsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Eins og sagt var frá á Vísi í gær hefur Gunnar Heiðar Þorvaldsson verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn. Björn Bergmann Sigurðarson hefur dregið sig úr hópnum vegna meiðsla.

Björn Bergmann gat ekki spilað með Wolves gegn Cardiff í ensku B-deildinni um helgina og staðfesti Heimir Hallgrímsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, að það hafi verið vegna meiðsla.

Óvíst er hvort að Kolbeinn Sigþórsson geti spilað með landsliðinu í leikjunum gegn Noregi og Kýpur. „Hans mál eru í vinnslu. Ég hugsa að hann komi til landsins og það verður svo metið hvort hann geti spilað með okkur," sagði Heimir.

„Við notum hann að sjálfsögðu ekki ef hann er meiddur. En okkar menn munu kíkja á hann."

Kolbeinn er lykilmaður í sóknarleik íslenska liðsins. „Það er alltaf slæmt að missa menn úr hópnum, sama hver á í hlut."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×