Íslenski boltinn

Willum Þór rekinn frá Leikni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Anton
Willum Þór Þórsson hefur verið sagt upp störfum hjá Leikni sem leikur í 1. deildinni. Það var tilkynnt á heimasíðu félagsins í dag.

Arnar Einarsson, formaður knattspyrnudeildar, segir að þetta hafi verið gert í ljós stöðu liðsins. „Þetta er ekki búið að vera nógu gott," segir Arnar en bætir við að félagið hafi skilið við Willum í góðu.

Leiknir er í næstneðsta sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir og er liðið fimm stigum á eftir næsta liði, Hetti. Liðið mætir BÍ/Bolungarvík á laugardaginn og mögulegt að liðið falli með tapi í þeim leik.

Samkvæmt Fótbolta.net mun Gunnar Einarsson stýra liðinu til loka tímabilsins. „Það hefur ekki verið gengið frá því hver muni þjálfa liðið nú og finnst mér ótrúlegt að þetta hafi verið gefið út af þessari síðu," sagði Arnar.

„Það getur verið að við munum ræða við hann um framhaldið en enn sem komið er hefur ekkert verið ákveðið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×