Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Keflavík 3-0 Guðmundur Marinó Ingvarsson í Kaplakrika skrifar 3. september 2012 17:15 mynd/vilhelm FH er komið með tíu stiga forystu á toppi Pepsí deildar karla eftir 3-0 sigur á Keflavík á Kaplakrikavelli. FH var mun betri aðilinn í leiknum og fékk fjölmörg færi í leiknum en Keflavík var einum færri í rúman hálftíma eftir að Jóhann Birnir fékk sitt seinna gula spjald í stöðunni 0-0. FH byrjaði leikinn vel og var nánast einstefna á mark Keflavíkur. Liðið fékk fjölmörg færi en svo virtist sem markaskórnir væru skildir eftir heima því ekkert gekk að koma boltanum í markið. Keflavík fékk ekki mörg færi en áttu þó nokkrar fínar skyndisóknir en verkefnið varð enn erfiðara fyrir gestina þegar Jóhann Birnir Guðmundsson fékk sitt annað gula spjald á 57. mínútu. Guðjón Árni tæklaði Einar Orra Einarsson heldur glæfralega og fékk gult spjald fyrir eftir að sókn Keflavíkur rann út í sandinn. Jóhann var eitthvað ósáttur við fyrrum liðsfélaga sinn í Keflavík og lét hann heyra það. Guðjón Árni setti höfuðið upp að Jóhanni sem brást við með því að ýta í bringuna á Guðjóni sem féll á núll einni. Fyrir það fékk Jóhann sitt annað gula spjald og Guðjón Árni slapp með skrekkinn og FH einum fleiri það sem eftir lifði leiks. Það var þó tvöföld skipting Heimis Guðjónssonar sem skipti enn frekar sköpum í leiknum því Viktor Örn Guðmundsson lagði upp fyrsta mark leiksins fimm mínútum eftir að hann kom inn á og skoraði auk þess þriðja mark leiksins. Þegar upp er staðið var þetta sanngjarn sigur FH sem er nú með 10 stiga forystu á toppi deildarinnar og vantar aðeins einn sigur í fjórum síðustu umferðunum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík er í sjöunda sæti deildarinnar með 24 stig og þarf enn einn sigur til að eiga ekki á hættu á að sogast niður í fallbaráttuna í loka umferðunum. Heimir: Þetta er í okkar höndum„Við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum einn sigur í viðbót og við þurfum að æfa vel í þessu tveggja vikna fríi og mæta klárir í leikinn á móti Stjörnunni," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH en FH getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á Samsungvellinum í Garðabæ í næstu umferð. „Þetta er búið að vera í okkar höndum í töluvert langan tíma og þetta er enn í okkar höndum. Við erum með gott forskot en við þurfum að halda áfram. KR getur náð 43 stigum sem er mjög líklegt að gerist og við þurfum að halda áfram og klára okkar. „Mér fannst fyrri hálfleikur ekki góður af okkar hálfu. Þeir vísuðu okkur inn miðjuna og við fórum þangað í staðin fyrir að fara út á vængina. Það var töluvert um feil sendingar en í seinni hálfleik vorum við betri. Þá nýttum við vængina betur og fyrsta markið var þannig eftir frábæra sendingu frá Viktori. „Ég er ánægður með að Viktor hafi komið inn á og staðið sig vel. Hann er með mjög góðar fyrirgjafir og hefur oft sýnt það með FH. „Þetta snérist um þolinmæði og mér fannst við sýna hana," sagði Heimir aðspurður hvort hann hefði verið farinn að örvænta er leið á leikinn og boltinn virtist ekki vilja inn fyrir marklínuna. Heimir vildi lítið tjá sig um rauða spjaldið sem Jóhann fékk og sagðist hafa verið að skrifa eitthvað niður. „Það sem ég sá var að Jói ýtti Gauja. Mér finnst þetta í sjálfu sér alltaf vera spurningamerki hvað á að gera en hann kaus að lyta gulu og þar með rautt," sagði Heimir. Jóhann: Býð honum ekki í afmælið mitt„Þú verður að spyrja Guðjón Árna að því. Þá getur þú séð hvort hann sé jafn óheiðarlegur í svörum og í atburðum úti á vellinum. Ég vil ekkert segja um þetta mál. Þið getið skoðað þetta og séð úr hverju Guðjón Árni er gerður," sagði reiður Jóhann Birnir Guðmundsson, allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk. „Þetta var erfiður leikur á móti góðu liði FH. Við áttum erfitt uppdráttar, sérstaklega í fyrri hálfleik en það var 0-0 og við vorum ennþá inni í þessu. „Hann byrjaði á að skalla mig og ég er greinilega ekki jafn óheiðarlegur og hann, henda mér niður eins og einhver pissudúkka. Ég átta mig engan vegin á þessu. "Ég efast um að ég bjóði honum í afmælið mitt," sagði sjóðandi Jóhann Birnir spurður hvort málið yrði útkljáð síðar í Stapanum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
FH er komið með tíu stiga forystu á toppi Pepsí deildar karla eftir 3-0 sigur á Keflavík á Kaplakrikavelli. FH var mun betri aðilinn í leiknum og fékk fjölmörg færi í leiknum en Keflavík var einum færri í rúman hálftíma eftir að Jóhann Birnir fékk sitt seinna gula spjald í stöðunni 0-0. FH byrjaði leikinn vel og var nánast einstefna á mark Keflavíkur. Liðið fékk fjölmörg færi en svo virtist sem markaskórnir væru skildir eftir heima því ekkert gekk að koma boltanum í markið. Keflavík fékk ekki mörg færi en áttu þó nokkrar fínar skyndisóknir en verkefnið varð enn erfiðara fyrir gestina þegar Jóhann Birnir Guðmundsson fékk sitt annað gula spjald á 57. mínútu. Guðjón Árni tæklaði Einar Orra Einarsson heldur glæfralega og fékk gult spjald fyrir eftir að sókn Keflavíkur rann út í sandinn. Jóhann var eitthvað ósáttur við fyrrum liðsfélaga sinn í Keflavík og lét hann heyra það. Guðjón Árni setti höfuðið upp að Jóhanni sem brást við með því að ýta í bringuna á Guðjóni sem féll á núll einni. Fyrir það fékk Jóhann sitt annað gula spjald og Guðjón Árni slapp með skrekkinn og FH einum fleiri það sem eftir lifði leiks. Það var þó tvöföld skipting Heimis Guðjónssonar sem skipti enn frekar sköpum í leiknum því Viktor Örn Guðmundsson lagði upp fyrsta mark leiksins fimm mínútum eftir að hann kom inn á og skoraði auk þess þriðja mark leiksins. Þegar upp er staðið var þetta sanngjarn sigur FH sem er nú með 10 stiga forystu á toppi deildarinnar og vantar aðeins einn sigur í fjórum síðustu umferðunum til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Keflavík er í sjöunda sæti deildarinnar með 24 stig og þarf enn einn sigur til að eiga ekki á hættu á að sogast niður í fallbaráttuna í loka umferðunum. Heimir: Þetta er í okkar höndum„Við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum einn sigur í viðbót og við þurfum að æfa vel í þessu tveggja vikna fríi og mæta klárir í leikinn á móti Stjörnunni," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH en FH getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á Samsungvellinum í Garðabæ í næstu umferð. „Þetta er búið að vera í okkar höndum í töluvert langan tíma og þetta er enn í okkar höndum. Við erum með gott forskot en við þurfum að halda áfram. KR getur náð 43 stigum sem er mjög líklegt að gerist og við þurfum að halda áfram og klára okkar. „Mér fannst fyrri hálfleikur ekki góður af okkar hálfu. Þeir vísuðu okkur inn miðjuna og við fórum þangað í staðin fyrir að fara út á vængina. Það var töluvert um feil sendingar en í seinni hálfleik vorum við betri. Þá nýttum við vængina betur og fyrsta markið var þannig eftir frábæra sendingu frá Viktori. „Ég er ánægður með að Viktor hafi komið inn á og staðið sig vel. Hann er með mjög góðar fyrirgjafir og hefur oft sýnt það með FH. „Þetta snérist um þolinmæði og mér fannst við sýna hana," sagði Heimir aðspurður hvort hann hefði verið farinn að örvænta er leið á leikinn og boltinn virtist ekki vilja inn fyrir marklínuna. Heimir vildi lítið tjá sig um rauða spjaldið sem Jóhann fékk og sagðist hafa verið að skrifa eitthvað niður. „Það sem ég sá var að Jói ýtti Gauja. Mér finnst þetta í sjálfu sér alltaf vera spurningamerki hvað á að gera en hann kaus að lyta gulu og þar með rautt," sagði Heimir. Jóhann: Býð honum ekki í afmælið mitt„Þú verður að spyrja Guðjón Árna að því. Þá getur þú séð hvort hann sé jafn óheiðarlegur í svörum og í atburðum úti á vellinum. Ég vil ekkert segja um þetta mál. Þið getið skoðað þetta og séð úr hverju Guðjón Árni er gerður," sagði reiður Jóhann Birnir Guðmundsson, allt annað en sáttur við rauða spjaldið sem hann fékk. „Þetta var erfiður leikur á móti góðu liði FH. Við áttum erfitt uppdráttar, sérstaklega í fyrri hálfleik en það var 0-0 og við vorum ennþá inni í þessu. „Hann byrjaði á að skalla mig og ég er greinilega ekki jafn óheiðarlegur og hann, henda mér niður eins og einhver pissudúkka. Ég átta mig engan vegin á þessu. "Ég efast um að ég bjóði honum í afmælið mitt," sagði sjóðandi Jóhann Birnir spurður hvort málið yrði útkljáð síðar í Stapanum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira