Grétar Rafn: Fagleg umgjörð hjá landsliðinu í fyrsta sinn í mörg ár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. september 2012 13:22 Grétar Rafn glaðbeittur á æfingunni í morgun. Mynd/Anton Grétar Rafn Steinsson segir að hann hafi notið þess að æfa knattspyrnu í fyrsta sinn í tvö ár þegar landsliðið kom saman fyrir leik gegn Svartfjallalandi í vor. Það hefur gengið hjá ýmsu hjá Grétari Rafni sem fór frá Bolton í sumar eftir að samningur hans við félagið rann út. Félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor en þar að auki hafði Grétar Rafn hafði fyrr á tímabilinu tekið sér frí frá landsliðinu til að sinna persónulegum málum. En nú eru breyttir tímar. Grétar Rafn samdi við tyrkneska félagið Kayserispor og spilaði í varnarlínu liðsins um helgina. Þar að auki eru nýir tímar í landsliðinu undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck sem stýrir Íslandi í sínum fyrsta mótsleik þegar liðið mætir Noregi á Laugardalsvelli á föstudagskvöldið. Grétar Rafn svaraði spurningum fjölmiðla á Laugardalsvelli í hádeginu í dag fyrir æfingu íslenska landsliðsins. Hann segist ánægður nú, bæði hjá félagsliði sínu sem og landsliði.Þreyta og leiði í Bolton „Það kemur oft upp þreyta og leiði í mann, sérstaklega þegar það er leiðinlegt á vinnustaðnum og manni lendir upp á kant við aðra," sagði Grétar Rafn. „Ég var ekki sáttur við hvernig staðið var að hlutunum hjá Bolton síðustu tvö árin mín þar. Ég var ósammála því hvernig klúbburinn var rekinn og hvað var gert. Það gerðist svo það sem ég óttaðist [þegar liðið féll] og ekki hefur liðið byrjað tímabilið vel [í ensku B-deildinni]. Klúbburinn er því í enn verri stöðu en áður." „Þegar ég kom á landsliðsæfingu í Svartfjallalandi í vetur naut ég þess virkilega að æfa fótbolta. Það var í fyrsta sinn í tvö ár sem það gerðist. Æfingarnar með landsliðinu í sumar voru svo mjög skemmtilegar sem og æfingarnar í Tyrklandi eftir að ég kom þangað." „Ég vil vera í umhverfi þar sem skipulag og fagmennska er ráðandi. Ég á ekki heima í umhverfi þar sem ríkir svakaleg áhugamennska. Þá á ég það til að pirra mig og gera þetta erfiðara fyrir mig. Ég kann vel við mig í faglegu umhverfi og landsliðið er með mjög faglegt umhverfi núna í fyrsta sinn í mörg ár." „Ég er virkilega ánægður með þær breytingar sem hafa verið gerðar. Það er leitt að vera orðinn þrítugur þegar það gerist en engu að síður frábært að fá að taka þátt í því."Stuðningsmenn neituðu að fara Hann segir það mikla upplifun að vera kominn í tyrkneska boltann. „Þetta er öðruvísi. Það er mikill hiti, bæði á mælinum og í fólkinu. Fyrsta vikan verður einhvern tímann góður kafli í góðri bók. Um helgina misstum við leik niður í jafntefli sem við hefðum átt að vinna 10-1. Áhorfendur neituðu að yfirgefa völlinn eftir leik og rútan okkar var svo stoppuð á leiðinni upp á hótel." Grétar vill spila sem hafsent á síðustu árum ferils síns og fær tækifæri til þess hjá Kayserispor. „Það vó þungt í minni ákvörðun en auk þess er það dýrmætt að fá tækifæri að spila knattspyrnu í þessum gæðaflokki í Tyrklandi. Það verður mikil lífsreynsla og verður gaman að geta litið til baka til þessa tíma." „Það er mikið af sterkum einstaklingum í liðinu og er þá helst vandamálið að það vantar liðsheild og skynsamar ákvarðanir. Það er verið að byggja upp nýtt lið og er stefnan að það verði eitt af stóru liðunum í Tyrklandi eftir 5-10 ár. Það er gaman að fá hlutverk í þeirri uppbyggingu." Fótbolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Grétar Rafn Steinsson segir að hann hafi notið þess að æfa knattspyrnu í fyrsta sinn í tvö ár þegar landsliðið kom saman fyrir leik gegn Svartfjallalandi í vor. Það hefur gengið hjá ýmsu hjá Grétari Rafni sem fór frá Bolton í sumar eftir að samningur hans við félagið rann út. Félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor en þar að auki hafði Grétar Rafn hafði fyrr á tímabilinu tekið sér frí frá landsliðinu til að sinna persónulegum málum. En nú eru breyttir tímar. Grétar Rafn samdi við tyrkneska félagið Kayserispor og spilaði í varnarlínu liðsins um helgina. Þar að auki eru nýir tímar í landsliðinu undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck sem stýrir Íslandi í sínum fyrsta mótsleik þegar liðið mætir Noregi á Laugardalsvelli á föstudagskvöldið. Grétar Rafn svaraði spurningum fjölmiðla á Laugardalsvelli í hádeginu í dag fyrir æfingu íslenska landsliðsins. Hann segist ánægður nú, bæði hjá félagsliði sínu sem og landsliði.Þreyta og leiði í Bolton „Það kemur oft upp þreyta og leiði í mann, sérstaklega þegar það er leiðinlegt á vinnustaðnum og manni lendir upp á kant við aðra," sagði Grétar Rafn. „Ég var ekki sáttur við hvernig staðið var að hlutunum hjá Bolton síðustu tvö árin mín þar. Ég var ósammála því hvernig klúbburinn var rekinn og hvað var gert. Það gerðist svo það sem ég óttaðist [þegar liðið féll] og ekki hefur liðið byrjað tímabilið vel [í ensku B-deildinni]. Klúbburinn er því í enn verri stöðu en áður." „Þegar ég kom á landsliðsæfingu í Svartfjallalandi í vetur naut ég þess virkilega að æfa fótbolta. Það var í fyrsta sinn í tvö ár sem það gerðist. Æfingarnar með landsliðinu í sumar voru svo mjög skemmtilegar sem og æfingarnar í Tyrklandi eftir að ég kom þangað." „Ég vil vera í umhverfi þar sem skipulag og fagmennska er ráðandi. Ég á ekki heima í umhverfi þar sem ríkir svakaleg áhugamennska. Þá á ég það til að pirra mig og gera þetta erfiðara fyrir mig. Ég kann vel við mig í faglegu umhverfi og landsliðið er með mjög faglegt umhverfi núna í fyrsta sinn í mörg ár." „Ég er virkilega ánægður með þær breytingar sem hafa verið gerðar. Það er leitt að vera orðinn þrítugur þegar það gerist en engu að síður frábært að fá að taka þátt í því."Stuðningsmenn neituðu að fara Hann segir það mikla upplifun að vera kominn í tyrkneska boltann. „Þetta er öðruvísi. Það er mikill hiti, bæði á mælinum og í fólkinu. Fyrsta vikan verður einhvern tímann góður kafli í góðri bók. Um helgina misstum við leik niður í jafntefli sem við hefðum átt að vinna 10-1. Áhorfendur neituðu að yfirgefa völlinn eftir leik og rútan okkar var svo stoppuð á leiðinni upp á hótel." Grétar vill spila sem hafsent á síðustu árum ferils síns og fær tækifæri til þess hjá Kayserispor. „Það vó þungt í minni ákvörðun en auk þess er það dýrmætt að fá tækifæri að spila knattspyrnu í þessum gæðaflokki í Tyrklandi. Það verður mikil lífsreynsla og verður gaman að geta litið til baka til þessa tíma." „Það er mikið af sterkum einstaklingum í liðinu og er þá helst vandamálið að það vantar liðsheild og skynsamar ákvarðanir. Það er verið að byggja upp nýtt lið og er stefnan að það verði eitt af stóru liðunum í Tyrklandi eftir 5-10 ár. Það er gaman að fá hlutverk í þeirri uppbyggingu."
Fótbolti Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira