Grétar Rafn: Fagleg umgjörð hjá landsliðinu í fyrsta sinn í mörg ár Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. september 2012 13:22 Grétar Rafn glaðbeittur á æfingunni í morgun. Mynd/Anton Grétar Rafn Steinsson segir að hann hafi notið þess að æfa knattspyrnu í fyrsta sinn í tvö ár þegar landsliðið kom saman fyrir leik gegn Svartfjallalandi í vor. Það hefur gengið hjá ýmsu hjá Grétari Rafni sem fór frá Bolton í sumar eftir að samningur hans við félagið rann út. Félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor en þar að auki hafði Grétar Rafn hafði fyrr á tímabilinu tekið sér frí frá landsliðinu til að sinna persónulegum málum. En nú eru breyttir tímar. Grétar Rafn samdi við tyrkneska félagið Kayserispor og spilaði í varnarlínu liðsins um helgina. Þar að auki eru nýir tímar í landsliðinu undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck sem stýrir Íslandi í sínum fyrsta mótsleik þegar liðið mætir Noregi á Laugardalsvelli á föstudagskvöldið. Grétar Rafn svaraði spurningum fjölmiðla á Laugardalsvelli í hádeginu í dag fyrir æfingu íslenska landsliðsins. Hann segist ánægður nú, bæði hjá félagsliði sínu sem og landsliði.Þreyta og leiði í Bolton „Það kemur oft upp þreyta og leiði í mann, sérstaklega þegar það er leiðinlegt á vinnustaðnum og manni lendir upp á kant við aðra," sagði Grétar Rafn. „Ég var ekki sáttur við hvernig staðið var að hlutunum hjá Bolton síðustu tvö árin mín þar. Ég var ósammála því hvernig klúbburinn var rekinn og hvað var gert. Það gerðist svo það sem ég óttaðist [þegar liðið féll] og ekki hefur liðið byrjað tímabilið vel [í ensku B-deildinni]. Klúbburinn er því í enn verri stöðu en áður." „Þegar ég kom á landsliðsæfingu í Svartfjallalandi í vetur naut ég þess virkilega að æfa fótbolta. Það var í fyrsta sinn í tvö ár sem það gerðist. Æfingarnar með landsliðinu í sumar voru svo mjög skemmtilegar sem og æfingarnar í Tyrklandi eftir að ég kom þangað." „Ég vil vera í umhverfi þar sem skipulag og fagmennska er ráðandi. Ég á ekki heima í umhverfi þar sem ríkir svakaleg áhugamennska. Þá á ég það til að pirra mig og gera þetta erfiðara fyrir mig. Ég kann vel við mig í faglegu umhverfi og landsliðið er með mjög faglegt umhverfi núna í fyrsta sinn í mörg ár." „Ég er virkilega ánægður með þær breytingar sem hafa verið gerðar. Það er leitt að vera orðinn þrítugur þegar það gerist en engu að síður frábært að fá að taka þátt í því."Stuðningsmenn neituðu að fara Hann segir það mikla upplifun að vera kominn í tyrkneska boltann. „Þetta er öðruvísi. Það er mikill hiti, bæði á mælinum og í fólkinu. Fyrsta vikan verður einhvern tímann góður kafli í góðri bók. Um helgina misstum við leik niður í jafntefli sem við hefðum átt að vinna 10-1. Áhorfendur neituðu að yfirgefa völlinn eftir leik og rútan okkar var svo stoppuð á leiðinni upp á hótel." Grétar vill spila sem hafsent á síðustu árum ferils síns og fær tækifæri til þess hjá Kayserispor. „Það vó þungt í minni ákvörðun en auk þess er það dýrmætt að fá tækifæri að spila knattspyrnu í þessum gæðaflokki í Tyrklandi. Það verður mikil lífsreynsla og verður gaman að geta litið til baka til þessa tíma." „Það er mikið af sterkum einstaklingum í liðinu og er þá helst vandamálið að það vantar liðsheild og skynsamar ákvarðanir. Það er verið að byggja upp nýtt lið og er stefnan að það verði eitt af stóru liðunum í Tyrklandi eftir 5-10 ár. Það er gaman að fá hlutverk í þeirri uppbyggingu." Fótbolti Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Grétar Rafn Steinsson segir að hann hafi notið þess að æfa knattspyrnu í fyrsta sinn í tvö ár þegar landsliðið kom saman fyrir leik gegn Svartfjallalandi í vor. Það hefur gengið hjá ýmsu hjá Grétari Rafni sem fór frá Bolton í sumar eftir að samningur hans við félagið rann út. Félagið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor en þar að auki hafði Grétar Rafn hafði fyrr á tímabilinu tekið sér frí frá landsliðinu til að sinna persónulegum málum. En nú eru breyttir tímar. Grétar Rafn samdi við tyrkneska félagið Kayserispor og spilaði í varnarlínu liðsins um helgina. Þar að auki eru nýir tímar í landsliðinu undir stjórn Svíans Lars Lagerbäck sem stýrir Íslandi í sínum fyrsta mótsleik þegar liðið mætir Noregi á Laugardalsvelli á föstudagskvöldið. Grétar Rafn svaraði spurningum fjölmiðla á Laugardalsvelli í hádeginu í dag fyrir æfingu íslenska landsliðsins. Hann segist ánægður nú, bæði hjá félagsliði sínu sem og landsliði.Þreyta og leiði í Bolton „Það kemur oft upp þreyta og leiði í mann, sérstaklega þegar það er leiðinlegt á vinnustaðnum og manni lendir upp á kant við aðra," sagði Grétar Rafn. „Ég var ekki sáttur við hvernig staðið var að hlutunum hjá Bolton síðustu tvö árin mín þar. Ég var ósammála því hvernig klúbburinn var rekinn og hvað var gert. Það gerðist svo það sem ég óttaðist [þegar liðið féll] og ekki hefur liðið byrjað tímabilið vel [í ensku B-deildinni]. Klúbburinn er því í enn verri stöðu en áður." „Þegar ég kom á landsliðsæfingu í Svartfjallalandi í vetur naut ég þess virkilega að æfa fótbolta. Það var í fyrsta sinn í tvö ár sem það gerðist. Æfingarnar með landsliðinu í sumar voru svo mjög skemmtilegar sem og æfingarnar í Tyrklandi eftir að ég kom þangað." „Ég vil vera í umhverfi þar sem skipulag og fagmennska er ráðandi. Ég á ekki heima í umhverfi þar sem ríkir svakaleg áhugamennska. Þá á ég það til að pirra mig og gera þetta erfiðara fyrir mig. Ég kann vel við mig í faglegu umhverfi og landsliðið er með mjög faglegt umhverfi núna í fyrsta sinn í mörg ár." „Ég er virkilega ánægður með þær breytingar sem hafa verið gerðar. Það er leitt að vera orðinn þrítugur þegar það gerist en engu að síður frábært að fá að taka þátt í því."Stuðningsmenn neituðu að fara Hann segir það mikla upplifun að vera kominn í tyrkneska boltann. „Þetta er öðruvísi. Það er mikill hiti, bæði á mælinum og í fólkinu. Fyrsta vikan verður einhvern tímann góður kafli í góðri bók. Um helgina misstum við leik niður í jafntefli sem við hefðum átt að vinna 10-1. Áhorfendur neituðu að yfirgefa völlinn eftir leik og rútan okkar var svo stoppuð á leiðinni upp á hótel." Grétar vill spila sem hafsent á síðustu árum ferils síns og fær tækifæri til þess hjá Kayserispor. „Það vó þungt í minni ákvörðun en auk þess er það dýrmætt að fá tækifæri að spila knattspyrnu í þessum gæðaflokki í Tyrklandi. Það verður mikil lífsreynsla og verður gaman að geta litið til baka til þessa tíma." „Það er mikið af sterkum einstaklingum í liðinu og er þá helst vandamálið að það vantar liðsheild og skynsamar ákvarðanir. Það er verið að byggja upp nýtt lið og er stefnan að það verði eitt af stóru liðunum í Tyrklandi eftir 5-10 ár. Það er gaman að fá hlutverk í þeirri uppbyggingu."
Fótbolti Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira