Íslenski boltinn

Stólarnir unnu góðan sigur á Hetti

Eysteinn Húni hefur ekki verið ánægður með sína stráka í kvöld.
Eysteinn Húni hefur ekki verið ánægður með sína stráka í kvöld.
Einn leikur fór fram í 1. deild karla í kvöld. Tindastóll sótti þá þrjú stig fyrir austan með 2-3 sigri á Hetti.

Markalaust var í hálfleik en mikið fjör var í seinni hálfleiknum. Davíð Einarsson kom Hetti yfir snemma en Colin Helmrich jafnaði skömmu síðar.

Atli Arnarson kom svo Tindastóli í 1-2 korteri fyrir leikslok og Benjamín Gunnlaugsson kom Stólunum í 1-3 nokkrum mínútum síðar.

Friðrik Ingi Þráinsson minnkaði muninn fyrir Hött undir lokin en nær komst Höttur ekki.

Tindastóll er í sjöunda sæti deildarinnar eftir leikinn en Höttur er sem fyrr í því tíunda.

Upplýsingar um markaskorara: urslit.net




Fleiri fréttir

Sjá meira


×