Sport

Leik frestað vegna fellibyls

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Novak Djokovic.
Novak Djokovic. Nordic Photos / Getty Images
Hætta þurfti leik í miðri undanúrslitaviðureign David Ferrer og Novak Djokovic á Opna bandaríska meistaramótsins í tennis vegna fellibylsviðvörunar.

Fyrsta settinu var ekki lokið þegar að yfirdómarar tóku þá ákvörðun að hætta leik vegna fellibyls sem er væntanlegur í New York í kvöld.

Þetta voru betri tíðindi fyrir Djokovic sem hafði lent í tómu basli með Ferrer en Spánverjinn var með örugga forystu, 5-2, í fyrsta settinu þegar dómarar tilkynntu ákvörðun sína.

Fyrr í dag komst Andy Murray í úrslitaleikinn með sigri á Tomas Berdych. Hin undanúrslitin, sem og úrslitaleikurinn í einliðaleik kvenna, fara nú fram á morgun en úrslitaleikurinn í einliðaleik karla á mánudaginn.

Er þetta fimmta árið í röð þar sem færa þarf úrslitaleik karla til mánudags.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×