Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍBV 2-0 | FH með sjö stiga forskot Henry Birgir Gunnarsson í Kaplakrika skrifar 30. ágúst 2012 13:38 FH komst í afar vænlega stöðu í kvöld. FH steig risaskref í átt að Íslandsmeistaratitlinum í kvöld er Hafnfirðingar unnu sigur á ÍBV í Krikanum. Sigurinn hefði átt að vera öruggur en FH gekk illa að klára færin og ÍBV hefði getað stolið stigi. Yfirburðir FH-inga í fyrri hálfleik voru miklir. Þeir óðu í færum, yfirspiluðu andlausa Eyjamenn og svitnuðu varla við að verjast sóknartilburðum ÍBV. FH fékk þrjú dauðafæri í fyrri hálfleik ásamt fleiri upplögðum marktækifærum. Það var ótrúlegt að staðan væri aðeins 1-0 í hálfleik. Sú staða gaf Eyjamönnum von. Þeir spýttu í lófana og snéru leiknum sér í hag. Náðu að setja FH-ingana undir mikla pressu og voru ekki fjarri því að skora jöfnunarmark. Þeir hefðu klárlega getað nýtt markahrókinn Tryggva Guðmundsson á þeim tíma en hann fékk aðeins að spila síðustu fimm mínútur leiksins. Undarleg ákvörðun í ljósi þess að Tryggvi var kominn í hópinn á annað borð. Eyjaliðið er langt frá því að vera eins beitt án hans og hann er maðurinn sem hefur gert gæfumuninn fyrir ÍBV. Hann hefði hugsanlega getað gert það í kvöld en fékk ekki tækifæri til þess. FH kláraði svo leikinn í uppbótartíma er Kristján Gauti slapp í gegn og skoraði sitt fyrsta mark fyrir FH síðan hann kom heim frá Liverpool. FH með flottan leik og hefði með réttu átt að valta yfir ÍBV. Þeir gáfu þó svakalega eftir í seinni hálfleik og settu óþarfa spennu í leikinn. Það var furðulegt að sjá leikmenn ÍBV dasaða í fyrri hálfleik í leik þar sem Íslandsmótið var undir hjá þeim. Þeir rifa sig þó upp en vantaði slagkraftinn til þess að ná einhverju úr leiknum.Atli: Ekki komnir með neina putta á bikarinn "Við fengum færi til þess að ganga frá leiknum í fyrri hálfleik og líka þeim seinni. Við fengum miklu fleiri færi en þeir en það gekk bara ekki að nýta þau," sagði Atli Guðnason FH-ingur sem fékk sinn skerf af færum en aldrei þessu vant var Atli ekki á skotskónum. "Þetta var sætur sigur engu að síður. Það er alltaf erfitt að pressa í 90 mínútur. ÍBV er gott lið og það þarf ekkert að koma á óvart að þeir skildu koma sér inn í leikinn. Engu að síður áttum við að vera löngu búnir að klára þetta. Atli var með báða fætur á jörðinni þó svo FH sé komið í afar vænlega stöðu. "Það er þægilegt að ráða eigin örlögum. Við erum ekki með neina putta á bikarnum enn þá. Við munum halda okkur á jörðinni þar til bikarinn er kominn í hús."Rasmus: Ekki nógu góðir til að verða meistarar Daninn Rasmus Christiansen var svekktur eftir leik en reyndi að bera sig vel. "Þetta er afar svekkjandi en FH var betra liðið í dag. Við mættum ekki klárir til leiks og réðum illa við pressuna þeirra," sagði Rasmus en seinni hálfleikurinn var miklu betri. "Það var allt annað líf. Fórum að spila vel og við erum góðir í að láta boltann ganga. Við fengum færi til þess að skora og FH fékk líka færi í skyndisóknum. "Við vorum inn í þessu alveg til enda en gekk ekki því miður. Við verðum ekki Íslandsmeistarar úr þessu og verðum að taka því. Við erum ekki nógu góðir til þess greinilega." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
FH steig risaskref í átt að Íslandsmeistaratitlinum í kvöld er Hafnfirðingar unnu sigur á ÍBV í Krikanum. Sigurinn hefði átt að vera öruggur en FH gekk illa að klára færin og ÍBV hefði getað stolið stigi. Yfirburðir FH-inga í fyrri hálfleik voru miklir. Þeir óðu í færum, yfirspiluðu andlausa Eyjamenn og svitnuðu varla við að verjast sóknartilburðum ÍBV. FH fékk þrjú dauðafæri í fyrri hálfleik ásamt fleiri upplögðum marktækifærum. Það var ótrúlegt að staðan væri aðeins 1-0 í hálfleik. Sú staða gaf Eyjamönnum von. Þeir spýttu í lófana og snéru leiknum sér í hag. Náðu að setja FH-ingana undir mikla pressu og voru ekki fjarri því að skora jöfnunarmark. Þeir hefðu klárlega getað nýtt markahrókinn Tryggva Guðmundsson á þeim tíma en hann fékk aðeins að spila síðustu fimm mínútur leiksins. Undarleg ákvörðun í ljósi þess að Tryggvi var kominn í hópinn á annað borð. Eyjaliðið er langt frá því að vera eins beitt án hans og hann er maðurinn sem hefur gert gæfumuninn fyrir ÍBV. Hann hefði hugsanlega getað gert það í kvöld en fékk ekki tækifæri til þess. FH kláraði svo leikinn í uppbótartíma er Kristján Gauti slapp í gegn og skoraði sitt fyrsta mark fyrir FH síðan hann kom heim frá Liverpool. FH með flottan leik og hefði með réttu átt að valta yfir ÍBV. Þeir gáfu þó svakalega eftir í seinni hálfleik og settu óþarfa spennu í leikinn. Það var furðulegt að sjá leikmenn ÍBV dasaða í fyrri hálfleik í leik þar sem Íslandsmótið var undir hjá þeim. Þeir rifa sig þó upp en vantaði slagkraftinn til þess að ná einhverju úr leiknum.Atli: Ekki komnir með neina putta á bikarinn "Við fengum færi til þess að ganga frá leiknum í fyrri hálfleik og líka þeim seinni. Við fengum miklu fleiri færi en þeir en það gekk bara ekki að nýta þau," sagði Atli Guðnason FH-ingur sem fékk sinn skerf af færum en aldrei þessu vant var Atli ekki á skotskónum. "Þetta var sætur sigur engu að síður. Það er alltaf erfitt að pressa í 90 mínútur. ÍBV er gott lið og það þarf ekkert að koma á óvart að þeir skildu koma sér inn í leikinn. Engu að síður áttum við að vera löngu búnir að klára þetta. Atli var með báða fætur á jörðinni þó svo FH sé komið í afar vænlega stöðu. "Það er þægilegt að ráða eigin örlögum. Við erum ekki með neina putta á bikarnum enn þá. Við munum halda okkur á jörðinni þar til bikarinn er kominn í hús."Rasmus: Ekki nógu góðir til að verða meistarar Daninn Rasmus Christiansen var svekktur eftir leik en reyndi að bera sig vel. "Þetta er afar svekkjandi en FH var betra liðið í dag. Við mættum ekki klárir til leiks og réðum illa við pressuna þeirra," sagði Rasmus en seinni hálfleikurinn var miklu betri. "Það var allt annað líf. Fórum að spila vel og við erum góðir í að láta boltann ganga. Við fengum færi til þess að skora og FH fékk líka færi í skyndisóknum. "Við vorum inn í þessu alveg til enda en gekk ekki því miður. Við verðum ekki Íslandsmeistarar úr þessu og verðum að taka því. Við erum ekki nógu góðir til þess greinilega."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira