Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: Fram - Breiðablik 3-2 Stefán Árni Pálsson á Laugardalsvelli skrifar 20. ágúst 2012 18:45 Framarar unnu í kvöld frábæran sigur, 3-2, gegn Breiðablik í 16. umferð Pepsi-deild karla en leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum. Framarar lentu undir í síðari hálfleiknum en gáfust ekki upp og skoruðu tvö mörk sem tryggði þeim stigin þrjú. Leikurinn hófst með krafti og voru bæði lið nokkuð ákveðin. Framarar voru ívið sterkari og pressuðu oft á tíðum mikið í bakið á Blikum í upphafi fyrri hálfleiks. Heimamenn skoruðu fyrsta markið þegar Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, skoraði potaði boltanum yfir línuna eftir frábæra fyrirgjöf frá Kristni Ingi Halldórssyni. Blikar létu markið ekki slá sig útaf laginu og tóku völdin á vellinum eftir að heimamann höfðu komist yfir. Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, varði oft á tíðum meistaralega í fyrri hálfleiknum og magnað að Blikar hafi ekki náð að jafna metinn fyrr. Jöfnunarmarkið kom aftur á móti á 45. mínútu leiksins þegar Arnar Már Björgvinsson þrumaði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig, alveg óverjandi fyrir annars góðan markvörð Framara. Staðan var 1-1 í hálfleik en Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, flautaði til leiksloka strax eftir mark Blika. Síðari hálfleikurinn var frábær skemmtun og liðin sóttu bæði stíft. Blikar tóku frumkvæðið og skoruðu þetta mikilvæga þriðja mark knattspyrnuleikja þegar Nichlas Rohde prjónaði sig í gegnum alla vörn Framara og hamraði boltann í netið. Framarar létu markið ekki setja sig útaf laginu og komu sterkir til baka með tveimur mörkum síðasta hálftímann og tryggðu sér ótrúlega mikilvægan sigur og þrjú mikilvæg stig. Fallbaráttan er því sem fyrr spennandi og Framara ekki dauður úr öllum æðum. Þorvaldur: Sýnum mikinn karakter í kvöld„Ég er aðallega ánægður með vinnusemina og karakterinn hjá strákunum," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Við spiluðum á köflum mjög vel og leikmenn lögðu sig allir gríðarlega mikið fram." „Við þurftum að bæta okkar leik verulega eftir skelfinguna úr síðustu umferð og það hafðist í kvöld. Strákarnir sýndu mikinn karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent undir í byrjun síðari hálfleiksins." „Við þurfum núna að ná í eins mikið af stigum og við getum og auðvitað verða önnur úrslit að spilast með okkur." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ólafur: Höfðum ekki andlegan styrk í að klára þennan leik„Þessi leikur tapaðist uppí hausnum á okkur," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir ósigurinn í kvöld. „Við náum að jafna rétt undir lok fyrr hálfleiks og komumst síðan yfir í upphafi síðari. Þá hefði liðið átt að láta kné fylgja kviði en við höfðum einfaldlega ekki andlegan styrk í það." „Við fengum bara það útúr þessum leik sem við áttum skilið. Framarar voru grimmari og voru greinilega að keppa að meiru en við."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Ögmundur: Sigur og ekkert annað kom til greina„Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur og þau þrjú stig sem við þurftum svo sannarlega," sagði Ögmundur Kristinsson, markmaður Fram, eftir leikinn í kvöld. „Við skitum rækilega í brækurnar í síðustu umferð og þurftum að sína okkar rétta andlit í kvöld." „Við vorum virkilega vel stefndir fyrir leikinn og létum Blikana aldrei slá okkur útaf laginu í kvöld." „Þessi sigur sýnir mikinn karakter og að liðið eigi ekki heima svona neðarlega í deildinni."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Framarar unnu í kvöld frábæran sigur, 3-2, gegn Breiðablik í 16. umferð Pepsi-deild karla en leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum. Framarar lentu undir í síðari hálfleiknum en gáfust ekki upp og skoruðu tvö mörk sem tryggði þeim stigin þrjú. Leikurinn hófst með krafti og voru bæði lið nokkuð ákveðin. Framarar voru ívið sterkari og pressuðu oft á tíðum mikið í bakið á Blikum í upphafi fyrri hálfleiks. Heimamenn skoruðu fyrsta markið þegar Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, skoraði potaði boltanum yfir línuna eftir frábæra fyrirgjöf frá Kristni Ingi Halldórssyni. Blikar létu markið ekki slá sig útaf laginu og tóku völdin á vellinum eftir að heimamann höfðu komist yfir. Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, varði oft á tíðum meistaralega í fyrri hálfleiknum og magnað að Blikar hafi ekki náð að jafna metinn fyrr. Jöfnunarmarkið kom aftur á móti á 45. mínútu leiksins þegar Arnar Már Björgvinsson þrumaði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig, alveg óverjandi fyrir annars góðan markvörð Framara. Staðan var 1-1 í hálfleik en Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, flautaði til leiksloka strax eftir mark Blika. Síðari hálfleikurinn var frábær skemmtun og liðin sóttu bæði stíft. Blikar tóku frumkvæðið og skoruðu þetta mikilvæga þriðja mark knattspyrnuleikja þegar Nichlas Rohde prjónaði sig í gegnum alla vörn Framara og hamraði boltann í netið. Framarar létu markið ekki setja sig útaf laginu og komu sterkir til baka með tveimur mörkum síðasta hálftímann og tryggðu sér ótrúlega mikilvægan sigur og þrjú mikilvæg stig. Fallbaráttan er því sem fyrr spennandi og Framara ekki dauður úr öllum æðum. Þorvaldur: Sýnum mikinn karakter í kvöld„Ég er aðallega ánægður með vinnusemina og karakterinn hjá strákunum," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Við spiluðum á köflum mjög vel og leikmenn lögðu sig allir gríðarlega mikið fram." „Við þurftum að bæta okkar leik verulega eftir skelfinguna úr síðustu umferð og það hafðist í kvöld. Strákarnir sýndu mikinn karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent undir í byrjun síðari hálfleiksins." „Við þurfum núna að ná í eins mikið af stigum og við getum og auðvitað verða önnur úrslit að spilast með okkur." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ólafur: Höfðum ekki andlegan styrk í að klára þennan leik„Þessi leikur tapaðist uppí hausnum á okkur," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir ósigurinn í kvöld. „Við náum að jafna rétt undir lok fyrr hálfleiks og komumst síðan yfir í upphafi síðari. Þá hefði liðið átt að láta kné fylgja kviði en við höfðum einfaldlega ekki andlegan styrk í það." „Við fengum bara það útúr þessum leik sem við áttum skilið. Framarar voru grimmari og voru greinilega að keppa að meiru en við."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Ögmundur: Sigur og ekkert annað kom til greina„Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur og þau þrjú stig sem við þurftum svo sannarlega," sagði Ögmundur Kristinsson, markmaður Fram, eftir leikinn í kvöld. „Við skitum rækilega í brækurnar í síðustu umferð og þurftum að sína okkar rétta andlit í kvöld." „Við vorum virkilega vel stefndir fyrir leikinn og létum Blikana aldrei slá okkur útaf laginu í kvöld." „Þessi sigur sýnir mikinn karakter og að liðið eigi ekki heima svona neðarlega í deildinni."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann