Íslenski boltinn

Valsmönnum gengur illa að vinna tvo leiki í röð - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Ernir
Fylkismenn tóku öll þrjú stigin með sér af Vodafonevellinum í kvöld þegar þeir unnu 2-1 sigur á Valsmönnum í 16. umferð Pepsi-deildar karla.

Valsmenn hafa þar með aðeins náði í 3 af 18 mögulegum stigum út úr næsta leik eftir sigurleik. Valsmenn unnu tvo fyrstu leiki sína í sumar en hafa síðan alltaf tapað í næsta deildarleik eftir sigur.

Fylkismenn enduðu tveggja leikja taphrinu með þessum sigri og eru nú aðeins einu stigi frá fjórða sæti deildarinnar.

Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik Vals og Fylkis á Vodafone-vellinum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×