Innlent

Beljur, þungarokk og fjörug næturvakt í Noregi

Ragnar Bragason, kvikmyndagerðarmaður.
Ragnar Bragason, kvikmyndagerðarmaður. Mynd/ Vilhelm
Endurgerð á sjónvarpsþáttunum Næturvaktin verður brátt tekin til sýninga í Noregi. Stutt stikla fyrir þáttaröðina var frumsýnd í dag. Ragnar Bragason, leikstjóri og einn af höfundum Vaktaseríanna, býst við góðri skemmtun.„Ég kom ekkert að framleiðslu norsku þáttanna," segir Bragi. „Ég ákvað að eyða ekki orku í gömul verk. Það er lang best að sleppa verkefninu frá sér þegar um endurgerð er að ræða."Ragnar hefur ekkert séð af nýju þáttaröðinni. Hann bíður þó spenntur eftir að horfa á fyrsta þáttinn. Miðað við stikluna þá sé augljóst að mikið fjör verður á norsku næturvaktinni.„Mín fyrstu viðbrögð eru sú að það verði aðeins meira grín í norsku þáttunum," segir Ragnar. „Þeir hafa þó greinilega ákveðið að halda í sömu persónur og handrit. En þeir krydda þetta eitthvað."Ragnar hefur í nógu að snúast þessa dagana. Æfingar á nýju leikriti hans, Gullregn, standa nú yfir á nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu en það verður frumsýnt 1. nóvember næstkomandi.Þá munu tökur á næstu kvikmynd Ragnars hefjast í nóvember. Sú ber heitið Málmhaus og munu tökur meðal annars fara fram undir Eyjafjöllum.„Hún mun fjalla um beljur og þungarokk," segir Ragnar að lokum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.