Innlent

Púuðu á skólameistarann - busun lögð af á Suðurlandi

Frá undirskrift um endurnýjun samninga við íþróttaakademíu skólans. Olga Lísa er lengst til hægri.
Frá undirskrift um endurnýjun samninga við íþróttaakademíu skólans. Olga Lísa er lengst til hægri. af vef DFS
Eldri nemendur fjölbrautaskóla Suðurland púuðu á skólameistara sinn, Olgu Lísu Garðarsdóttur, þegar hún setti formlega skólastarf í morgun. Hún naut aftur á móti stuðnings yngri nemanda sem klöppuðu fyrir ræðu hennar.

Samkvæmt sunnlenska fréttavefnum dfs þá tilkynnti skólastýran að busavígslur nýnema yrðu nú lagðar niður í skólanum. Í staðinn verða haldnir tónleikar til þess að bjóða nýnemana velkomna í skólann.

Eldri nemendum leist illa á hugmyndina og mótmæltu með því að púa en nýnemarnir klöppuðu lifandis fegnir um að sleppa undan refsingum eldri nemanna.

Við setninguna var einnig skrifað undir nýja styrktarsamninga vegna íþróttaakademíanna í skólanum en fjórar slíkar eru starfræktar, eða í fimleikum, handbolta, knattspyrnu og körfubolta. Þá er hestabraut við skólann. Að lokinni skólasetningu hófst kennsla samkvæmt stundaskrá.

Um 1040 nemendur eru skráðir í skólann, 51 % strákar og 49% stelpur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.