Innlent

Hjólhýsi fauk á hliðina á Holtavörðuheiði

GS skrifar
Frá Holtavörðuheiði
Frá Holtavörðuheiði
Svo vel vildi til þegar hjólhýsi fauk þvert yfir þjóðveginn á Holtavörðuheiði í gærkvöldi, og dró með sér bílinn, sem það var fest við, að engin bíll kom á móti í þeirri andrá. Hjólhýsið hafnaði á hliðinnni og nánast upp á endann, þannig að beislið á því hífði afturenda bílsins hátt í metra upp í loftið, þar sem hann hékk svo þartil að hann var aftengdur við hjólhýsið.

Bæði fyrir og eftir atvikið var þung umferð norður, og voru margir þeira með hjólhýsi í drætti, þrátt fyrir skilti sunnan við heiðina, þar sem vegagerðin varaði við allt að 26 metrum á sekúndu í vindhviðum á heiðinni. Hjólhýsið fauk einmitt í einni slíkri hviðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×