„Ég held við séum sáttir við sigurinn en það hefði hæglega getað verið meiri hraði í leiknum," sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir sigurinn á Færeyjum í kvöld.
„Ég held að það sé alltaf hægt að gera betur en andstæðingurinn leyfði okkur ekki að halda háu tempói í leiknum heldur. Þeir voru þokkalega skipulagðir og gáfu ekki mikið af færum á sér en það er gott að hafa haldið hreinu og unnið leikinn.
„Við ætluðum okkur að reyna að pressa aðeins hærra en við gerum og hefðum mátt gera það til að halda meiri hraða í leiknum en eins og ég segi var þetta ágætur sigur. Við höfum spilað ágætlega í síðustu leikjum og ekki náð að vinna þannig að það var kannski gott að spila ekki eins vel og ná sigrinum.
„Það var fínt að vera inni á vellinum. Ég bjóst ekki við neinni flugeldasýningu en það var ágætt að koma inn á völlinn aftur og vonandi fara mín mál að skýrast og ég geti komið mér í almennilegt stand og vonandi taka þátt í skemmtilegri undankeppni með landsliðinu líka," sagði Eiður Smári sem vonast til að sín mál fari að skýrast þó hann hafi engar fréttir að færa að svo stöddu.
Eiður: Gott að sigra án þess að leika vel
Guðmundur Marinó Ingvarsson á Laugardalsvelli skrifar

Mest lesið



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn

Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn




Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti