Íslenski boltinn

Söguleg stund þegar Stjarnan tryggði sér sæti í bikarúrslitum | Myndir

Stjörnumenn fagna fyrra marki Mark Doninger.
Stjörnumenn fagna fyrra marki Mark Doninger. Mynd/Daníel
Karlalið Stjörnunnar tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum Borgunarbikars karla eftir 3-0 sigur á Þrótti í Garðabæ. Þetta er í fyrsta sinn sem Stjarnan kemst í úrslit keppninnar.

Englendingurinn Mark Doninger skoraði tvívegis af stuttu færi og Daninn Alexander Scholz þriðja markið í leik þar sem stuðningsmenn beggja liða stóðu sig ekki síður en leikmennirnir.

Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, leit við á Samsung-vellinum í kvöld og tók þessar myndir.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þróttur 3-0 | Stjarnan í bikarúrslit

Stjarnan mun leika til úrslita í Borgunar-bikarnum í fyrsta sinn eftir góðan 3-0 sigur á Þrótti í undanúrslitum á Samsung-vellinum í kvöld. Stjarnan vann fyllilega verðskuldaðan sigur og var hreinlega einu númeri of stórir fyrir 1. deildar lið Þróttar R. sem barðist þó vel og hefði með smá heppni getað komið sér inn í leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×