Telur það engum tilgangi þjóna að halda embættistöku í þinghúsinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. ágúst 2012 12:21 Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks VG. Nokkrir þingmenn létu ekki sjá sig við innsetningu forsetans í gær af ýmsum ástæðum. Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks VG, mætti ekki á það sem hann telur uppstrílaðan og fram úr hófi formlegan atburð en hann telur engum tilgangi þjóna að halda embættistökuna í húsakynnum Alþingis. Sitjandi forseti sem í gær var í fimmta sinn settur í embætti forseta þegar hann var lýstur réttkjörinn forseti við embættistöku í þinghúsinu í gær, hefur í þrígang virt vilja Alþingis að vettugi með því að synja lögum staðfestingar. Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks Vinstri grænna, lét ekki sjá sig við athöfnina. Björn Valur segir að ekki sé um þinglega athöfn að ræða og þingmönnum beri engin skylda til að vera viðstaddir.Hefur oft farið gegn þingræðinu „Í fyrsta lagi þá hafði ég annað og betra að gera á þessum degi en að arka um í kjólfötum á göngum þingsins, Ólafi Ragnari til heiðurs. Í öðru lagi þá finnst mér þessi athöfn dálítill hégómi í raun og veru og þetta er að mínu mati eitthvað sem ekki á að fara fram í þinghúsinu. Þetta er ekki þingleg athöfn, að setja forseta í embætti. Það á að gera þetta með allt öðrum hætti og hleypa öðrum að en þingmönnum og fyrirmönnum. Svo skiptir það máli að þarna er verið að setja mann í embætti forseta sem oft hefur farið gegn þingræði í landinu og farið gegn vilja mikils meirihluta þingsins og hótar að gera það áfram. Þannig að þetta er ekki sérstakt gleðiefni og ég ætla ekki að taka þátt í húrrahrópum Ólafi Ragnari til heiðurs," segir Björn Valur í samtali við fréttastofu. Hann nefnir að eðlilegra væri að halda innsetninguna við aðrar aðstæður, til dæmis á Þingvöllum, þar sem almenningur gæti hyllt forsetann. Á meðal annarra þingmanna sem ekki létu sjá sig við innsetninguna voru Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanenfdar, sem var fjarverandi í fríi og þá var Bjarni Benediktsson ekki mættur en hann er þessa dagana viðstaddur sérstaka Íslendingahátíð í slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada. Aðeins einn fyrrverandi forsætisráðherra var viðstaddur innsetninguna í gær, Þorsteinn Pálsson, en þrír aðrir létu ekki sjá sig, þeir Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Nokkrir þingmenn létu ekki sjá sig við innsetningu forsetans í gær af ýmsum ástæðum. Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks VG, mætti ekki á það sem hann telur uppstrílaðan og fram úr hófi formlegan atburð en hann telur engum tilgangi þjóna að halda embættistökuna í húsakynnum Alþingis. Sitjandi forseti sem í gær var í fimmta sinn settur í embætti forseta þegar hann var lýstur réttkjörinn forseti við embættistöku í þinghúsinu í gær, hefur í þrígang virt vilja Alþingis að vettugi með því að synja lögum staðfestingar. Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks Vinstri grænna, lét ekki sjá sig við athöfnina. Björn Valur segir að ekki sé um þinglega athöfn að ræða og þingmönnum beri engin skylda til að vera viðstaddir.Hefur oft farið gegn þingræðinu „Í fyrsta lagi þá hafði ég annað og betra að gera á þessum degi en að arka um í kjólfötum á göngum þingsins, Ólafi Ragnari til heiðurs. Í öðru lagi þá finnst mér þessi athöfn dálítill hégómi í raun og veru og þetta er að mínu mati eitthvað sem ekki á að fara fram í þinghúsinu. Þetta er ekki þingleg athöfn, að setja forseta í embætti. Það á að gera þetta með allt öðrum hætti og hleypa öðrum að en þingmönnum og fyrirmönnum. Svo skiptir það máli að þarna er verið að setja mann í embætti forseta sem oft hefur farið gegn þingræði í landinu og farið gegn vilja mikils meirihluta þingsins og hótar að gera það áfram. Þannig að þetta er ekki sérstakt gleðiefni og ég ætla ekki að taka þátt í húrrahrópum Ólafi Ragnari til heiðurs," segir Björn Valur í samtali við fréttastofu. Hann nefnir að eðlilegra væri að halda innsetninguna við aðrar aðstæður, til dæmis á Þingvöllum, þar sem almenningur gæti hyllt forsetann. Á meðal annarra þingmanna sem ekki létu sjá sig við innsetninguna voru Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanenfdar, sem var fjarverandi í fríi og þá var Bjarni Benediktsson ekki mættur en hann er þessa dagana viðstaddur sérstaka Íslendingahátíð í slóðum Vestur-Íslendinga í Kanada. Aðeins einn fyrrverandi forsætisráðherra var viðstaddur innsetninguna í gær, Þorsteinn Pálsson, en þrír aðrir létu ekki sjá sig, þeir Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira