Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 0-1 | Gary Martin skaut KR í úrslit Kristján Óli Sigurðsson skrifar 2. ágúst 2012 14:20 Mynd/Daníel KR-ingar eru komnir í úrslit Borgunarbikars karla í knattspyrnu þriðja árið í röð eftir 1-0 sigur á Grindavík. Gary Martin skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks. Fyrri hálfleikur var fjörugur og sköpuðu bæði lið sér ágætis færi til skiptis. Besta færi Grindvíkinga fékk Hafþór Ægir Vilhjálmsson en skot hans fór framhjá eftir viðkomu í samherja. KR–ingar fengu ívið fleiri færi. Það var þó ekki fyrr en á markamínútunni, þeirri 43., sem þeir náðu forystunni með fallegu marki Gary Martin. Grétar Sigfinnur Sigurðarson gaf laglegan bolta inn í teiginn sem Gary afgreiddi af yfirvegun innan fótar út við stöng. Óverjandi fyrir Óskar Pétursson markvörð Grindvíkinga. Staðan í leikhlé 1–0 fyrir KR. Síðari hálfleikurinn fór mjög rólega af stað. Hvorugt liðið náði að skapa sér teljandi marktækifæri. Heimamenn ógnuðu marki KR ekki mikið. Helst voru það föst leikatriði sem ullu KR-ingum vandræðum. Næst komust heimamenn því að skora þegar boltinn hrökk af Viktori Bjarka Arnarsyni leikmanni KR og nánast í eigið net. Leikurinn rann út og sæti KR í úrslitum bikarsins í fjórða sinn á fimm árum staðreynd. Bestu leikmenn vallarins í kvöld hjá heimamönnum voru Iain James Williamson og Alexander Magnússon á miðjunni. Hjá KR var aftasta línan afar traust fyrir framan landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson sem vart steig feilspor í leiknum. Grétar Sigfinnur: Frábært að vera í bikarúrslitum í fjórða sinn á fimm árumGrétar Sigfinnur Sigurðarson var kampakátur með sætið í úrslitum bikarsins eftir sigurinn á Grindavík hann lagði upp sigurmarkið með frábærri fyrigjöf. „Maður hefur oft reynt svona sendingar og ekki tekist en sem betur fer gekk hún upp í þetta sinn. Við erum búnir að fara erfiðu leiðina í þennan úrslitaleik og það verður vonandi verður fullur Laugardalsvöllur á móti Stjörnunni." Grétari er slétt sama hvort úrslitaleikurinn verði ekki færður vegna leiks í enska boltanum. „Það skiptir mig engu máli hvort leikurinn verði klukkan fjögur eða átta eina sem skiptir máli er að við vinnum þann leik." Bjarni Guðjónsson: Við erum ekki búnir að vinna neitt enn þáBjarna Guðjónssyni, fyrirliða KR, finnst það í góðu lagi að menn sem hafi spilað með öðrum liðum í bikarnum megi taka þátt með nýju liði. Gary Martin féll úr leik í bikarnum með ÍA en tryggði KR sætið í úrslitunum í ár. „Gary er hörkuleikmaður og er núna búinn að skora tvö mörk í þremur leikjum. Mér finnst að menn eigi að fá að spila með því liði sem þeir eru í þó svo þeir hafi spilað með öðru liði fyrr í keppninni." Aðspurður hvort það sé ekki lán að mæta Eyjamönnum í fyrstu umferð eftir þjóðhátíð sagði Bjarni. „Það hlýtur að koma að því að þeir vinni leik eftir Þjóðhátíð, hvort það verði ár skal ég ekki segja. Við verðum rólegir um helgina tökum frí á laugardag og sunnudag og mætum klárir til Eyja á miðvikudaginn." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
KR-ingar eru komnir í úrslit Borgunarbikars karla í knattspyrnu þriðja árið í röð eftir 1-0 sigur á Grindavík. Gary Martin skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks. Fyrri hálfleikur var fjörugur og sköpuðu bæði lið sér ágætis færi til skiptis. Besta færi Grindvíkinga fékk Hafþór Ægir Vilhjálmsson en skot hans fór framhjá eftir viðkomu í samherja. KR–ingar fengu ívið fleiri færi. Það var þó ekki fyrr en á markamínútunni, þeirri 43., sem þeir náðu forystunni með fallegu marki Gary Martin. Grétar Sigfinnur Sigurðarson gaf laglegan bolta inn í teiginn sem Gary afgreiddi af yfirvegun innan fótar út við stöng. Óverjandi fyrir Óskar Pétursson markvörð Grindvíkinga. Staðan í leikhlé 1–0 fyrir KR. Síðari hálfleikurinn fór mjög rólega af stað. Hvorugt liðið náði að skapa sér teljandi marktækifæri. Heimamenn ógnuðu marki KR ekki mikið. Helst voru það föst leikatriði sem ullu KR-ingum vandræðum. Næst komust heimamenn því að skora þegar boltinn hrökk af Viktori Bjarka Arnarsyni leikmanni KR og nánast í eigið net. Leikurinn rann út og sæti KR í úrslitum bikarsins í fjórða sinn á fimm árum staðreynd. Bestu leikmenn vallarins í kvöld hjá heimamönnum voru Iain James Williamson og Alexander Magnússon á miðjunni. Hjá KR var aftasta línan afar traust fyrir framan landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson sem vart steig feilspor í leiknum. Grétar Sigfinnur: Frábært að vera í bikarúrslitum í fjórða sinn á fimm árumGrétar Sigfinnur Sigurðarson var kampakátur með sætið í úrslitum bikarsins eftir sigurinn á Grindavík hann lagði upp sigurmarkið með frábærri fyrigjöf. „Maður hefur oft reynt svona sendingar og ekki tekist en sem betur fer gekk hún upp í þetta sinn. Við erum búnir að fara erfiðu leiðina í þennan úrslitaleik og það verður vonandi verður fullur Laugardalsvöllur á móti Stjörnunni." Grétari er slétt sama hvort úrslitaleikurinn verði ekki færður vegna leiks í enska boltanum. „Það skiptir mig engu máli hvort leikurinn verði klukkan fjögur eða átta eina sem skiptir máli er að við vinnum þann leik." Bjarni Guðjónsson: Við erum ekki búnir að vinna neitt enn þáBjarna Guðjónssyni, fyrirliða KR, finnst það í góðu lagi að menn sem hafi spilað með öðrum liðum í bikarnum megi taka þátt með nýju liði. Gary Martin féll úr leik í bikarnum með ÍA en tryggði KR sætið í úrslitunum í ár. „Gary er hörkuleikmaður og er núna búinn að skora tvö mörk í þremur leikjum. Mér finnst að menn eigi að fá að spila með því liði sem þeir eru í þó svo þeir hafi spilað með öðru liði fyrr í keppninni." Aðspurður hvort það sé ekki lán að mæta Eyjamönnum í fyrstu umferð eftir þjóðhátíð sagði Bjarni. „Það hlýtur að koma að því að þeir vinni leik eftir Þjóðhátíð, hvort það verði ár skal ég ekki segja. Við verðum rólegir um helgina tökum frí á laugardag og sunnudag og mætum klárir til Eyja á miðvikudaginn."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira