Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 2-0 | Hannes sá rautt Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 8. ágúst 2012 00:01 Mynd/Anton Eyjamenn komust aftur á sigurbraut í Pepsi-deild karla með því að vinna 2-0 heimasigur á toppliði KR á Hásteinsvellinum í kvöld en þetta var fyrsti leikurinn í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og héldu sama krafti allan leikinn. Á 6. mínútu þurfti Grétar Sigfinnur Sigurðsson að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Rhys Weston kom inn á völlinn í hans stað. Á 9. mínútu gerðist umdeilt atvik. Víðir Þorvarðarson slapp inn fyrir vörn KR-inga og lék boltanum fram hjá Hannesi í markinu sem felldi Víði og var sendur af velli. Réttur dómur en varð til þess að KR-ingar þurftu að gera aðra breytingu á liði sínu. Rhys Weston, sem hafði komið inn á örfáum mínútum fyrr, var tekinn af velli fyrir Fjalar Þorgeirsson sem fór í markið. Spyrna Þórarins Inga var slök og hafði Fjalar hendur á boltanum sem þó lak í netið. Eftir fimmtán mínútna leik höfðu áhorfendur á Hásteinsvelli séð rautt spjald, víti, mark og tvær skipingar hjá KR. Eyjamenn voru mun sterkari aðilinn eftir rauða spjaldið og sköpuðu sér nokkur færi í fyrri hálfleik til að bæta við marki. Ekki gekk það og var staðan 1-0 í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði ekki jafn vel og sá fyrri og gerðist ekki mikið markvert á fyrstu mínútum hans. Hvorugt lið var tilbúið að taka áhættu fyrr en KR-ingar gerðu það þegar nokkrar mínutur voru eftir. Eyjamenn nýttu sér að KR-ingar bættu í sóknina og bættu við marki á 82. mínútu. Christian Olsen lagði þá boltann á Guðmund Þórarinsson sem skoraði með hægri fæti, hans lakari, úr miðjum vítateig. Guðmundur var besti maður vallarins í kvöld en þetta var annað mark hans fyrir Eyjamenn í sumar. Eftir sigurinn sitja Eyjamenn í 3. sæti deildarinnar fjórum stigum á eftir KR. Íslands- og bikarmeistararnir misstu hins vegar toppsætið í hendur FH-inga sem lögðu Selfoss í kvöld. FH hefur tveggja stiga forskot á toppnum auk þess að eiga leik til góða Þetta var fyrsti sigur ÍBV á KR í Vestmannaeyjum síðan sumarið 2006 en KR-ingar voru búnir að vinna 4 af síðustu 5 leikjum sínum í Eyjum og unnu meðal annars bikarleik félaganna á sama stað fyrr í sumar. Þórarinn Ingi: Við ætlum að berjast um titilinn„Ég er mjög ánægður með að ná sigri og ímyndaði mér alveg að við myndum vinna þá," sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson leikmaður ÍBV í leikslok. Þórarinn Ingi kom ÍBV yfir með marki úr vítaspyrnu eftir 12. mínútna leik. „Mér fannst þetta vera púra víti, en það alltaf spurning með hvar markmaðurinn er og hverjir eru fyrir aftan, kannski rautt, kannski ekki, ég ætla ekki að dæma um það en það var gott fyrir okkur að fá rautt," sagði Þórarinn aðspurður hvort honum hefði fundist um víti og rautt spjald að ræða. „Við viljum auðvitað alltaf hafa alla leikmenn í hópnum sem við getum haft en ég ætla ekki að fara að tjá mig um neitt agabrot eða eitthvað svoleiðis." sagði Þórarinn aðspurður um agabann Tryggva Guðmundssonar og Eyþórs Helga Birgissonar. „Já við erum ekkert að fela það, við vorum í þriðja sæti í fyrra og ætlum að vera ofar en það. Við erum ekki að berjast um að vera í öðru sæti. Við ætlum að berjast um titilinn," segir Þórarinn aðspurður hvort stefnan væri ekki sett á titilinn. Rúnar Kristinsson: Ég er ánægður með strákana „Við spilum vel einum færri nánast allan leikinn. Þeir stóðu sig virkilega vel og ég er ánægður með strákana. Eyjamenn skora ekki annað markið fyrr en við fækkum í vörninni og förum í þriggja manna vörn seinustu 10 mínúturnar þar sem við ætluðum að reyna að þrýsta inn einu jöfnunarmarki. Fyrir vikið opnum við okkur aðeins meira og þeir skoruðu annað markið," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR í leikslok. „Já við misstum Grétar eftir 2 mínútur úr vörninni okkar og svo missum við Hannes í kjölfarið með rautt spjald. Vítaspyrna, mark, 1-0 og einum færri, það er mjög erfitt að koma til baka. Fjalar stóð sig frábærlega í markinu og liðið í heild sinni spilaði fínan leik varnarlega, einum færri þá er voðalega erfitt að ná upp spili," sagði Rúnar, þegar hann var spurður að því hvort það hafi ekki verið áfall að missa Hannes útaf í byrjun leiks. „Ég hélt að þetta væri ekki rautt þegar það eru komnir tveir leikmenn á marklínu fyrir aftan markvörðinn. Dómarinn verður að túkla reglurnar. Hann sagðist sjálfur ekki vera viss í sinni sök en hann dæmir þetta og stjórnar því. Hann verður að gera upp við sig hvort hann hafi gert rétt eða ekki. Við getum engu breytt um það," segir Rúnar um rauða spjaldið á Hannes. Magnús: Enginn vafi á rauða spjaldinu„Ég var mjög ánægður með mína menn, við spiluðum vel frá fyrstu mínútu til síðustu og gáfum engin færi á okkur þrátt fyrir að vera einum manni fleiri. Ég er mjög ánægður með 2-0 öruggan sigur á KR," sagði Magnús Gylfason þjálfari ÍBV glaður í leikslok. „Ég hef ekki hugmynd um það, þeir sem ekki fara eftir reglum þeir spila ekki. Þeir voru í agabanni í dag. Við spiluðum allavega vel. Ég veit ekki hvort það hjálpaði. Það er yfirleitt betra að hafa leikmennina heldur en að hafa þá í burtu," sagði Magnús. „Hann er í agabanni í dag. Við verðum að anda með nefinu og einbeita okkur að einhverju öðru," sagði Magnús aðspurður hvort Tryggvi Guðmundsson hefði spilað sinn seinasta leik fyrir ÍBV. Magnús var á því að rauða spjaldið hefði verið réttur dómur. „Ég held það sé enginn vafi, hann leikur fram hjá honum og Hannes tekur hann niður, í flestum tilvikum er það rautt. Hann átti bara eftir að setja hann í netið," sagði Magnús. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Eyjamenn komust aftur á sigurbraut í Pepsi-deild karla með því að vinna 2-0 heimasigur á toppliði KR á Hásteinsvellinum í kvöld en þetta var fyrsti leikurinn í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og héldu sama krafti allan leikinn. Á 6. mínútu þurfti Grétar Sigfinnur Sigurðsson að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Rhys Weston kom inn á völlinn í hans stað. Á 9. mínútu gerðist umdeilt atvik. Víðir Þorvarðarson slapp inn fyrir vörn KR-inga og lék boltanum fram hjá Hannesi í markinu sem felldi Víði og var sendur af velli. Réttur dómur en varð til þess að KR-ingar þurftu að gera aðra breytingu á liði sínu. Rhys Weston, sem hafði komið inn á örfáum mínútum fyrr, var tekinn af velli fyrir Fjalar Þorgeirsson sem fór í markið. Spyrna Þórarins Inga var slök og hafði Fjalar hendur á boltanum sem þó lak í netið. Eftir fimmtán mínútna leik höfðu áhorfendur á Hásteinsvelli séð rautt spjald, víti, mark og tvær skipingar hjá KR. Eyjamenn voru mun sterkari aðilinn eftir rauða spjaldið og sköpuðu sér nokkur færi í fyrri hálfleik til að bæta við marki. Ekki gekk það og var staðan 1-0 í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði ekki jafn vel og sá fyrri og gerðist ekki mikið markvert á fyrstu mínútum hans. Hvorugt lið var tilbúið að taka áhættu fyrr en KR-ingar gerðu það þegar nokkrar mínutur voru eftir. Eyjamenn nýttu sér að KR-ingar bættu í sóknina og bættu við marki á 82. mínútu. Christian Olsen lagði þá boltann á Guðmund Þórarinsson sem skoraði með hægri fæti, hans lakari, úr miðjum vítateig. Guðmundur var besti maður vallarins í kvöld en þetta var annað mark hans fyrir Eyjamenn í sumar. Eftir sigurinn sitja Eyjamenn í 3. sæti deildarinnar fjórum stigum á eftir KR. Íslands- og bikarmeistararnir misstu hins vegar toppsætið í hendur FH-inga sem lögðu Selfoss í kvöld. FH hefur tveggja stiga forskot á toppnum auk þess að eiga leik til góða Þetta var fyrsti sigur ÍBV á KR í Vestmannaeyjum síðan sumarið 2006 en KR-ingar voru búnir að vinna 4 af síðustu 5 leikjum sínum í Eyjum og unnu meðal annars bikarleik félaganna á sama stað fyrr í sumar. Þórarinn Ingi: Við ætlum að berjast um titilinn„Ég er mjög ánægður með að ná sigri og ímyndaði mér alveg að við myndum vinna þá," sagði Þórarinn Ingi Valdimarsson leikmaður ÍBV í leikslok. Þórarinn Ingi kom ÍBV yfir með marki úr vítaspyrnu eftir 12. mínútna leik. „Mér fannst þetta vera púra víti, en það alltaf spurning með hvar markmaðurinn er og hverjir eru fyrir aftan, kannski rautt, kannski ekki, ég ætla ekki að dæma um það en það var gott fyrir okkur að fá rautt," sagði Þórarinn aðspurður hvort honum hefði fundist um víti og rautt spjald að ræða. „Við viljum auðvitað alltaf hafa alla leikmenn í hópnum sem við getum haft en ég ætla ekki að fara að tjá mig um neitt agabrot eða eitthvað svoleiðis." sagði Þórarinn aðspurður um agabann Tryggva Guðmundssonar og Eyþórs Helga Birgissonar. „Já við erum ekkert að fela það, við vorum í þriðja sæti í fyrra og ætlum að vera ofar en það. Við erum ekki að berjast um að vera í öðru sæti. Við ætlum að berjast um titilinn," segir Þórarinn aðspurður hvort stefnan væri ekki sett á titilinn. Rúnar Kristinsson: Ég er ánægður með strákana „Við spilum vel einum færri nánast allan leikinn. Þeir stóðu sig virkilega vel og ég er ánægður með strákana. Eyjamenn skora ekki annað markið fyrr en við fækkum í vörninni og förum í þriggja manna vörn seinustu 10 mínúturnar þar sem við ætluðum að reyna að þrýsta inn einu jöfnunarmarki. Fyrir vikið opnum við okkur aðeins meira og þeir skoruðu annað markið," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR í leikslok. „Já við misstum Grétar eftir 2 mínútur úr vörninni okkar og svo missum við Hannes í kjölfarið með rautt spjald. Vítaspyrna, mark, 1-0 og einum færri, það er mjög erfitt að koma til baka. Fjalar stóð sig frábærlega í markinu og liðið í heild sinni spilaði fínan leik varnarlega, einum færri þá er voðalega erfitt að ná upp spili," sagði Rúnar, þegar hann var spurður að því hvort það hafi ekki verið áfall að missa Hannes útaf í byrjun leiks. „Ég hélt að þetta væri ekki rautt þegar það eru komnir tveir leikmenn á marklínu fyrir aftan markvörðinn. Dómarinn verður að túkla reglurnar. Hann sagðist sjálfur ekki vera viss í sinni sök en hann dæmir þetta og stjórnar því. Hann verður að gera upp við sig hvort hann hafi gert rétt eða ekki. Við getum engu breytt um það," segir Rúnar um rauða spjaldið á Hannes. Magnús: Enginn vafi á rauða spjaldinu„Ég var mjög ánægður með mína menn, við spiluðum vel frá fyrstu mínútu til síðustu og gáfum engin færi á okkur þrátt fyrir að vera einum manni fleiri. Ég er mjög ánægður með 2-0 öruggan sigur á KR," sagði Magnús Gylfason þjálfari ÍBV glaður í leikslok. „Ég hef ekki hugmynd um það, þeir sem ekki fara eftir reglum þeir spila ekki. Þeir voru í agabanni í dag. Við spiluðum allavega vel. Ég veit ekki hvort það hjálpaði. Það er yfirleitt betra að hafa leikmennina heldur en að hafa þá í burtu," sagði Magnús. „Hann er í agabanni í dag. Við verðum að anda með nefinu og einbeita okkur að einhverju öðru," sagði Magnús aðspurður hvort Tryggvi Guðmundsson hefði spilað sinn seinasta leik fyrir ÍBV. Magnús var á því að rauða spjaldið hefði verið réttur dómur. „Ég held það sé enginn vafi, hann leikur fram hjá honum og Hannes tekur hann niður, í flestum tilvikum er það rautt. Hann átti bara eftir að setja hann í netið," sagði Magnús.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira