Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Selfoss 5-2 | Atli Guðna með þrennu Kristján Óli Sigurðsson í Kaplakrika skrifar 8. ágúst 2012 18:30 Mynd/Vilhelm FH skaust á toppinn í Pepsídeild karla í kvöld er liðið vann Selfoss í hörkuleik 5 -2. Atli Guðnason gerði þrennu og bakvörðurinn Guðjón Árni Antoníusson skorðaði hin 2 mörkin. FH-ingar voru töluvert betra liðið og var 5-2 sigur síst of stór miðað við gang leiksins. Fyrri hálfleikurinn byrjaði af miklum krafti og FH komst yfir eftir rúmlega stundarfjórðugs leik þegar bakvörðurinn knái Guðjón Árni Antoníusson skoraði eftir fínan undirbúning Alberts Brynjars Ingasonar. Gestir lögðu ekki árar í bát og náðu að jafna leikinn þegar Jón Daði Böðvarsson skallaði boltann í bakið á Tómasi Leifssyni og þaðan fór boltinn í netið. Staðan var því jöfn í hálfleik en bæði lið fengu þó fín færi til að leiða leikinn. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum. FH-ingar hófu hálfleikinn af miklum krafti og uppskáru mark strax í byrjun. Varamaðurinn Emil Pálsson átti þá fyrirgjöf sem rataði beint á kollinn á minnsta manni vallarins Atla Guðnasyni sem sveif manna hæst í teignum og stangaði boltann í netið. Guðjón Árni jók skömmu seinna forystuna í 3-1 með sínu öðru marki og nánast gerði útum leikinn. FH-ingar réðu lögum og lofum útum allan völl voru hverni nærri hættir. Þeir bættu við tveimur mörkum frá Atla Guðnasyni sem átti magnaðan leik í kvöld og var yfirburðarmaður á vellinum. Selfyssingar náðu þó að klóra í bakkann í uppbótartíma þegar Dofri Snorrason lánsmaður frá KR prjónaði sig í gegnum vörn FH og skoraði. Fleiri urðu mörkin ekki og FH er komið á topp deildarinnar og eiga það fyllilega skilið. Róður Selfyssinga þyngist enn. Liðið hefur ekki unnið leik síðan í Maí og miðað við varnarleik liðsins á köflum er það ekki að fara að breytast á næstunni. Eins verður að setja spurningamerki við markvörð liðsins. Hann virkar óöruggur í öllum sínum aðgerðum og hefur alls ekki náð að fylla það skarð sem Jóhann Ólafur Sigðursson skilur eftir sig. Guðjón Árni: Strákarnir voru hættir að gefa á mig„Þetta var það sem við stefndum að. Vinna leikinn og komast á toppinn." Guðjón skoraði sitt 5. Og 6. mark í deildinni í kvöld. Aðspurður hvort hann stefni á markaskó í lok leiktíðar sagði Guðjón. „Strákarnir voru hættir að vilja gefa á mig og vildu sennilega ekki að ég skoraði meira í kvöld en þetta gæti alveg endað með bronsskó í haust með þessu áframhaldi," sagði Guðjón Árni. Logi Ólafs: FH nýtti sín færi betur en við Logi Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var svekttur í leikslok eftir enn eitt tap Selfyssinga í sumar. „Það er voðalega erfitt að dásama leik liðsins þegar við töpum 5-2. Hins vegar er ég ánægður með hvernig við spiluðum fyrri hálfleikinn. Eftir að þeir komast í 3-1 á fyrstu mínútum seinni hálfleiks var þessi leikur eign FH. Þeir nýttu sín færi betur en við og því fór sem fór," sagði Logi. Atli Guðna: Seinni hálfleikurinn mjög góður. FH-ingurinn Atli Guðnason var kátur með þrennuna, sigurinn og toppsætið í kvöld. Hann er nú markahæsti leikmaður deildarinnar með níu mörk í 13 leikjum. „Við náðum sem betur fer að kveikja á okkur í hálfleik. Það var smá hikst í þessu í fyrri hálfleik og við klúðruðum 4-5 dauðafærum. Við erum með reynlsumikið lið og vissum hvað við þyrftum að laga fyrir seinni hálfleikinn og það tókst sem betur fer," sagði Atli Guðnason. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira
FH skaust á toppinn í Pepsídeild karla í kvöld er liðið vann Selfoss í hörkuleik 5 -2. Atli Guðnason gerði þrennu og bakvörðurinn Guðjón Árni Antoníusson skorðaði hin 2 mörkin. FH-ingar voru töluvert betra liðið og var 5-2 sigur síst of stór miðað við gang leiksins. Fyrri hálfleikurinn byrjaði af miklum krafti og FH komst yfir eftir rúmlega stundarfjórðugs leik þegar bakvörðurinn knái Guðjón Árni Antoníusson skoraði eftir fínan undirbúning Alberts Brynjars Ingasonar. Gestir lögðu ekki árar í bát og náðu að jafna leikinn þegar Jón Daði Böðvarsson skallaði boltann í bakið á Tómasi Leifssyni og þaðan fór boltinn í netið. Staðan var því jöfn í hálfleik en bæði lið fengu þó fín færi til að leiða leikinn. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum. FH-ingar hófu hálfleikinn af miklum krafti og uppskáru mark strax í byrjun. Varamaðurinn Emil Pálsson átti þá fyrirgjöf sem rataði beint á kollinn á minnsta manni vallarins Atla Guðnasyni sem sveif manna hæst í teignum og stangaði boltann í netið. Guðjón Árni jók skömmu seinna forystuna í 3-1 með sínu öðru marki og nánast gerði útum leikinn. FH-ingar réðu lögum og lofum útum allan völl voru hverni nærri hættir. Þeir bættu við tveimur mörkum frá Atla Guðnasyni sem átti magnaðan leik í kvöld og var yfirburðarmaður á vellinum. Selfyssingar náðu þó að klóra í bakkann í uppbótartíma þegar Dofri Snorrason lánsmaður frá KR prjónaði sig í gegnum vörn FH og skoraði. Fleiri urðu mörkin ekki og FH er komið á topp deildarinnar og eiga það fyllilega skilið. Róður Selfyssinga þyngist enn. Liðið hefur ekki unnið leik síðan í Maí og miðað við varnarleik liðsins á köflum er það ekki að fara að breytast á næstunni. Eins verður að setja spurningamerki við markvörð liðsins. Hann virkar óöruggur í öllum sínum aðgerðum og hefur alls ekki náð að fylla það skarð sem Jóhann Ólafur Sigðursson skilur eftir sig. Guðjón Árni: Strákarnir voru hættir að gefa á mig„Þetta var það sem við stefndum að. Vinna leikinn og komast á toppinn." Guðjón skoraði sitt 5. Og 6. mark í deildinni í kvöld. Aðspurður hvort hann stefni á markaskó í lok leiktíðar sagði Guðjón. „Strákarnir voru hættir að vilja gefa á mig og vildu sennilega ekki að ég skoraði meira í kvöld en þetta gæti alveg endað með bronsskó í haust með þessu áframhaldi," sagði Guðjón Árni. Logi Ólafs: FH nýtti sín færi betur en við Logi Ólafsson, þjálfari Selfyssinga, var svekttur í leikslok eftir enn eitt tap Selfyssinga í sumar. „Það er voðalega erfitt að dásama leik liðsins þegar við töpum 5-2. Hins vegar er ég ánægður með hvernig við spiluðum fyrri hálfleikinn. Eftir að þeir komast í 3-1 á fyrstu mínútum seinni hálfleiks var þessi leikur eign FH. Þeir nýttu sín færi betur en við og því fór sem fór," sagði Logi. Atli Guðna: Seinni hálfleikurinn mjög góður. FH-ingurinn Atli Guðnason var kátur með þrennuna, sigurinn og toppsætið í kvöld. Hann er nú markahæsti leikmaður deildarinnar með níu mörk í 13 leikjum. „Við náðum sem betur fer að kveikja á okkur í hálfleik. Það var smá hikst í þessu í fyrri hálfleik og við klúðruðum 4-5 dauðafærum. Við erum með reynlsumikið lið og vissum hvað við þyrftum að laga fyrir seinni hálfleikinn og það tókst sem betur fer," sagði Atli Guðnason.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira