Innlent

Dópsali handtekinn í Eyjum

Karlmaður um þrítugt var handtekinn aðfaranótt laugardags í Vestmannaeyjum og í framhaldi af því var farið í húsleit á heimili hans þar sem grunur lék á að þar væri fíkniefni að finna. Sá grunur var á rökum reistur því þar fundust um 70 grömm af amfetamíni og nokkuð af peningum, sem lögregla telur að sé afrakstur fíkniefnasölu. Maðurinn viðurkenndi að hafa stundað sölu fíkniefna og telst málið að mestu upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×