Umfjöllun: KR - ÍA 2-0 | Yfirburðir KR gegn Skaganum Kristján Óli Sigurðsson á KR-velli skrifar 30. júlí 2012 17:08 Mynd/Daníel KR-ingar sigruðu Skagamenn örugglega á KR-vellinum í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Heimamenn byrjuðu leikinn af miklum karfti og uppskáru mark strax á 6. mínútu þegar Óskar Örn Hauksson óð upp völlinn frá miðlínu og fór framhjá hverjum Skagamanninum á fætur öðrum og skoraði með skoti frá vítateigslínu. Þeir bættu svo öðru marki við eftir um hálftíma leik eftir magnaðan samleik Bjarna Guðjónsssonar, Gary Martin og Kjartans Henrys Finnbogasonar sem átti ekki í erfiðleikum með að binda endi á þessa frábæru sókn. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ekki jafn fjörugur þó bæði lið hafi fengið ágætis færi til að skora mörk. Sigurinn var aldrei í hættu fyrir Íslandsmeistarana sem halda toppsæti deildarinnar og FH fylgir þeim eins og skugginn í öðru sæti. KR-liðið spilaði mjög vel í þessum leik sérstaklega í fyrri hálfleik. Bestu menn þeirra í kvöld voru Óskar Örn og Gary Martin sem ógnuðu Skagavörninni hvað eftir annað með hraða sínum. Eins voru Magnús Már og Aron Bjarki að spila vel í vörn KR-inga. Gestirnir geta þakkað Árna Snæ Ólafssyni að fá ekki enn verri útreið en þeir fengu. Hann varði hvað eftir annað mjög vel. Bjarni Guðjónsson: Öll fjölskyldubönd sett til hliðar þessa vikunaBjarni Guðjónsson fyrirliði KR var að vonum ánægður með sigurinn á ÍA í kvöld. „Ég er ánægður með sigurinn en fyrst og fremst er ég ánægður með spilamennskuna. Við vorum að láta boltann ganga vel á milli manna frá öftustu línu til þeirrar fremstu.“ Hann var ánægður að sigra yngri bróðir sinn Jóhannes Karl og mætir svo föður sínum Guðjóni á fimmtudaginn í undanúrslitum bikarsins. „Það var gaman að vinna Jóa og við ætlum að klára bæði bikarinn og deildina því verður maður að leggja öll fjölskyldubönd til hliðar þessa vikuna og vinna gamla manninn á fimmtudaginn, sagði skælbrosandi Bjarni Guðjónsson í leikslok. Þórður Þórðarson: Ekkert VerslunarmannahelgarfríÞjálfari ÍA Þórður Þórðarson var svekktur með tapið á KR-vellinum í kvöld. „Mér fannst við ekki þora að láta þá finna fyrir því framan af leik og gáfum þeim alltof mikinn tíma á boltann. Í hálfleiknum fórum við yfir málin og strákarnir gerðu mun betur í seinni hálfleiknum." Aðspurður hvort menn fái nú langþráð frí svaraði Þórður. „Við gerum okkur einn glaðan dag í vikunni og svo höldum við bara áfram að æfa og það verður ekkert frí um Verslunarmannahelgina. Menn verða að vera klárir í næsta leik á móti Fylki eftir 10 daga." Þórður var ánægður með innkomu Theodore Eugene Furness í síðari hálfleik. „Hann stóð sig geysilega vel og á eftir að reynast okkur stykur." Daninn Jesper Jensen sem gekk til liðs við ÍA í gær verður ekki tilbúinn fyrr en eftir u.þ.b. 3 vikur en Þórður sagðist vera að hugsa til framtíðar með þeim leikmannakaupum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira
KR-ingar sigruðu Skagamenn örugglega á KR-vellinum í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Heimamenn byrjuðu leikinn af miklum karfti og uppskáru mark strax á 6. mínútu þegar Óskar Örn Hauksson óð upp völlinn frá miðlínu og fór framhjá hverjum Skagamanninum á fætur öðrum og skoraði með skoti frá vítateigslínu. Þeir bættu svo öðru marki við eftir um hálftíma leik eftir magnaðan samleik Bjarna Guðjónsssonar, Gary Martin og Kjartans Henrys Finnbogasonar sem átti ekki í erfiðleikum með að binda endi á þessa frábæru sókn. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ekki jafn fjörugur þó bæði lið hafi fengið ágætis færi til að skora mörk. Sigurinn var aldrei í hættu fyrir Íslandsmeistarana sem halda toppsæti deildarinnar og FH fylgir þeim eins og skugginn í öðru sæti. KR-liðið spilaði mjög vel í þessum leik sérstaklega í fyrri hálfleik. Bestu menn þeirra í kvöld voru Óskar Örn og Gary Martin sem ógnuðu Skagavörninni hvað eftir annað með hraða sínum. Eins voru Magnús Már og Aron Bjarki að spila vel í vörn KR-inga. Gestirnir geta þakkað Árna Snæ Ólafssyni að fá ekki enn verri útreið en þeir fengu. Hann varði hvað eftir annað mjög vel. Bjarni Guðjónsson: Öll fjölskyldubönd sett til hliðar þessa vikunaBjarni Guðjónsson fyrirliði KR var að vonum ánægður með sigurinn á ÍA í kvöld. „Ég er ánægður með sigurinn en fyrst og fremst er ég ánægður með spilamennskuna. Við vorum að láta boltann ganga vel á milli manna frá öftustu línu til þeirrar fremstu.“ Hann var ánægður að sigra yngri bróðir sinn Jóhannes Karl og mætir svo föður sínum Guðjóni á fimmtudaginn í undanúrslitum bikarsins. „Það var gaman að vinna Jóa og við ætlum að klára bæði bikarinn og deildina því verður maður að leggja öll fjölskyldubönd til hliðar þessa vikuna og vinna gamla manninn á fimmtudaginn, sagði skælbrosandi Bjarni Guðjónsson í leikslok. Þórður Þórðarson: Ekkert VerslunarmannahelgarfríÞjálfari ÍA Þórður Þórðarson var svekktur með tapið á KR-vellinum í kvöld. „Mér fannst við ekki þora að láta þá finna fyrir því framan af leik og gáfum þeim alltof mikinn tíma á boltann. Í hálfleiknum fórum við yfir málin og strákarnir gerðu mun betur í seinni hálfleiknum." Aðspurður hvort menn fái nú langþráð frí svaraði Þórður. „Við gerum okkur einn glaðan dag í vikunni og svo höldum við bara áfram að æfa og það verður ekkert frí um Verslunarmannahelgina. Menn verða að vera klárir í næsta leik á móti Fylki eftir 10 daga." Þórður var ánægður með innkomu Theodore Eugene Furness í síðari hálfleik. „Hann stóð sig geysilega vel og á eftir að reynast okkur stykur." Daninn Jesper Jensen sem gekk til liðs við ÍA í gær verður ekki tilbúinn fyrr en eftir u.þ.b. 3 vikur en Þórður sagðist vera að hugsa til framtíðar með þeim leikmannakaupum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Sjá meira