Umfjöllun: KR - ÍA 2-0 | Yfirburðir KR gegn Skaganum Kristján Óli Sigurðsson á KR-velli skrifar 30. júlí 2012 17:08 Mynd/Daníel KR-ingar sigruðu Skagamenn örugglega á KR-vellinum í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Heimamenn byrjuðu leikinn af miklum karfti og uppskáru mark strax á 6. mínútu þegar Óskar Örn Hauksson óð upp völlinn frá miðlínu og fór framhjá hverjum Skagamanninum á fætur öðrum og skoraði með skoti frá vítateigslínu. Þeir bættu svo öðru marki við eftir um hálftíma leik eftir magnaðan samleik Bjarna Guðjónsssonar, Gary Martin og Kjartans Henrys Finnbogasonar sem átti ekki í erfiðleikum með að binda endi á þessa frábæru sókn. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ekki jafn fjörugur þó bæði lið hafi fengið ágætis færi til að skora mörk. Sigurinn var aldrei í hættu fyrir Íslandsmeistarana sem halda toppsæti deildarinnar og FH fylgir þeim eins og skugginn í öðru sæti. KR-liðið spilaði mjög vel í þessum leik sérstaklega í fyrri hálfleik. Bestu menn þeirra í kvöld voru Óskar Örn og Gary Martin sem ógnuðu Skagavörninni hvað eftir annað með hraða sínum. Eins voru Magnús Már og Aron Bjarki að spila vel í vörn KR-inga. Gestirnir geta þakkað Árna Snæ Ólafssyni að fá ekki enn verri útreið en þeir fengu. Hann varði hvað eftir annað mjög vel. Bjarni Guðjónsson: Öll fjölskyldubönd sett til hliðar þessa vikunaBjarni Guðjónsson fyrirliði KR var að vonum ánægður með sigurinn á ÍA í kvöld. „Ég er ánægður með sigurinn en fyrst og fremst er ég ánægður með spilamennskuna. Við vorum að láta boltann ganga vel á milli manna frá öftustu línu til þeirrar fremstu.“ Hann var ánægður að sigra yngri bróðir sinn Jóhannes Karl og mætir svo föður sínum Guðjóni á fimmtudaginn í undanúrslitum bikarsins. „Það var gaman að vinna Jóa og við ætlum að klára bæði bikarinn og deildina því verður maður að leggja öll fjölskyldubönd til hliðar þessa vikuna og vinna gamla manninn á fimmtudaginn, sagði skælbrosandi Bjarni Guðjónsson í leikslok. Þórður Þórðarson: Ekkert VerslunarmannahelgarfríÞjálfari ÍA Þórður Þórðarson var svekktur með tapið á KR-vellinum í kvöld. „Mér fannst við ekki þora að láta þá finna fyrir því framan af leik og gáfum þeim alltof mikinn tíma á boltann. Í hálfleiknum fórum við yfir málin og strákarnir gerðu mun betur í seinni hálfleiknum." Aðspurður hvort menn fái nú langþráð frí svaraði Þórður. „Við gerum okkur einn glaðan dag í vikunni og svo höldum við bara áfram að æfa og það verður ekkert frí um Verslunarmannahelgina. Menn verða að vera klárir í næsta leik á móti Fylki eftir 10 daga." Þórður var ánægður með innkomu Theodore Eugene Furness í síðari hálfleik. „Hann stóð sig geysilega vel og á eftir að reynast okkur stykur." Daninn Jesper Jensen sem gekk til liðs við ÍA í gær verður ekki tilbúinn fyrr en eftir u.þ.b. 3 vikur en Þórður sagðist vera að hugsa til framtíðar með þeim leikmannakaupum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
KR-ingar sigruðu Skagamenn örugglega á KR-vellinum í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Heimamenn byrjuðu leikinn af miklum karfti og uppskáru mark strax á 6. mínútu þegar Óskar Örn Hauksson óð upp völlinn frá miðlínu og fór framhjá hverjum Skagamanninum á fætur öðrum og skoraði með skoti frá vítateigslínu. Þeir bættu svo öðru marki við eftir um hálftíma leik eftir magnaðan samleik Bjarna Guðjónsssonar, Gary Martin og Kjartans Henrys Finnbogasonar sem átti ekki í erfiðleikum með að binda endi á þessa frábæru sókn. Fleira markvert gerðist ekki í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ekki jafn fjörugur þó bæði lið hafi fengið ágætis færi til að skora mörk. Sigurinn var aldrei í hættu fyrir Íslandsmeistarana sem halda toppsæti deildarinnar og FH fylgir þeim eins og skugginn í öðru sæti. KR-liðið spilaði mjög vel í þessum leik sérstaklega í fyrri hálfleik. Bestu menn þeirra í kvöld voru Óskar Örn og Gary Martin sem ógnuðu Skagavörninni hvað eftir annað með hraða sínum. Eins voru Magnús Már og Aron Bjarki að spila vel í vörn KR-inga. Gestirnir geta þakkað Árna Snæ Ólafssyni að fá ekki enn verri útreið en þeir fengu. Hann varði hvað eftir annað mjög vel. Bjarni Guðjónsson: Öll fjölskyldubönd sett til hliðar þessa vikunaBjarni Guðjónsson fyrirliði KR var að vonum ánægður með sigurinn á ÍA í kvöld. „Ég er ánægður með sigurinn en fyrst og fremst er ég ánægður með spilamennskuna. Við vorum að láta boltann ganga vel á milli manna frá öftustu línu til þeirrar fremstu.“ Hann var ánægður að sigra yngri bróðir sinn Jóhannes Karl og mætir svo föður sínum Guðjóni á fimmtudaginn í undanúrslitum bikarsins. „Það var gaman að vinna Jóa og við ætlum að klára bæði bikarinn og deildina því verður maður að leggja öll fjölskyldubönd til hliðar þessa vikuna og vinna gamla manninn á fimmtudaginn, sagði skælbrosandi Bjarni Guðjónsson í leikslok. Þórður Þórðarson: Ekkert VerslunarmannahelgarfríÞjálfari ÍA Þórður Þórðarson var svekktur með tapið á KR-vellinum í kvöld. „Mér fannst við ekki þora að láta þá finna fyrir því framan af leik og gáfum þeim alltof mikinn tíma á boltann. Í hálfleiknum fórum við yfir málin og strákarnir gerðu mun betur í seinni hálfleiknum." Aðspurður hvort menn fái nú langþráð frí svaraði Þórður. „Við gerum okkur einn glaðan dag í vikunni og svo höldum við bara áfram að æfa og það verður ekkert frí um Verslunarmannahelgina. Menn verða að vera klárir í næsta leik á móti Fylki eftir 10 daga." Þórður var ánægður með innkomu Theodore Eugene Furness í síðari hálfleik. „Hann stóð sig geysilega vel og á eftir að reynast okkur stykur." Daninn Jesper Jensen sem gekk til liðs við ÍA í gær verður ekki tilbúinn fyrr en eftir u.þ.b. 3 vikur en Þórður sagðist vera að hugsa til framtíðar með þeim leikmannakaupum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira