Ákvörðunin um að hætta í haust stendur óhögguð Hjörtur Hjartarson skrifar 23. júlí 2012 15:15 Mynd/Vilhelm "Ég ákvað að taka þetta bara alla leið síðasta vetur. Ég hef æft mjög vel, byrjaði í fótbolta strax í nóvember, eitthvað sem ég hef ekki gert undanfarin ár. Og allavega hingað til hefur þetta gengið ágætlega", sagði Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, leikmaður FH í viðtali í Boltanum á X-inu í morgun. Óhætt er að fullyrða að frammistaða Bjarka í sumar, sem varð 39 ára í vor, hafi komið flestum á óvart. Bjarki hefur verið þjakaður af meiðslum undanfarin ár og var um tíma hættur knattspyrnuiðkun. Hann hefur hinsvegar verið heill heilsu í sumar, spilað nánast alla leiki FH og verið á meðal bestu manna liðsins. "Ég hef einbeitt mér að því æfa einn undanfarin ár, þá aðallega lyftingar og hlaup. Ástæðan er einfaldlega sú að ég treysti hreinlega ekki líkamanum í meiri átök sem óneitanlega fylgja fótboltaæfingum. Það hefur ekki haft góð áhrif á mig að æfa á gervigrasi og hlaupa úti. En fyrst maður var búinn að ákveða að hætta og vildi klára þetta með sem sæmd, var ekkert annað í stöðunni en að keyra á þetta." "Síðan hefur þróunin í þjálfun breyst mikið undanfarin ár. Menn eru farnir að gera allt aðra hluti en í gamla dag. Allar þessar hnébeygjur og allt það kjaftæði er liðið undir lok. Ég hef fundið réttu formúluna þar sem æfingaálagið er akkúrat rétt fyrir mig." Þrátt fyrir að vera í sínu besta formi í mörg ár ætlar Bjarki að standa við þá ákvörðun sína að leggja skóna endanlega á hilluna í haust. Draumurinn er að ljúka ferlinum með Íslandsmeistaratitli. "Við erum með gott lið, góðan hóp og frábæran þjálfara. Það er allt til alls hérna í Hafnarfirði. En þó það takist ekki er yfirstandandi tímabil mitt síðasta. Ég er að flytja til Hollands í haust þar sem kærastan mín stundar nám. Þar mun ég starfa fyrir umboðsskrifstofuna mína, Total Football enda með marga leikmenn á okkar snærum á þessu svæði", sagði Bjarki Gunnlaugsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
"Ég ákvað að taka þetta bara alla leið síðasta vetur. Ég hef æft mjög vel, byrjaði í fótbolta strax í nóvember, eitthvað sem ég hef ekki gert undanfarin ár. Og allavega hingað til hefur þetta gengið ágætlega", sagði Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, leikmaður FH í viðtali í Boltanum á X-inu í morgun. Óhætt er að fullyrða að frammistaða Bjarka í sumar, sem varð 39 ára í vor, hafi komið flestum á óvart. Bjarki hefur verið þjakaður af meiðslum undanfarin ár og var um tíma hættur knattspyrnuiðkun. Hann hefur hinsvegar verið heill heilsu í sumar, spilað nánast alla leiki FH og verið á meðal bestu manna liðsins. "Ég hef einbeitt mér að því æfa einn undanfarin ár, þá aðallega lyftingar og hlaup. Ástæðan er einfaldlega sú að ég treysti hreinlega ekki líkamanum í meiri átök sem óneitanlega fylgja fótboltaæfingum. Það hefur ekki haft góð áhrif á mig að æfa á gervigrasi og hlaupa úti. En fyrst maður var búinn að ákveða að hætta og vildi klára þetta með sem sæmd, var ekkert annað í stöðunni en að keyra á þetta." "Síðan hefur þróunin í þjálfun breyst mikið undanfarin ár. Menn eru farnir að gera allt aðra hluti en í gamla dag. Allar þessar hnébeygjur og allt það kjaftæði er liðið undir lok. Ég hef fundið réttu formúluna þar sem æfingaálagið er akkúrat rétt fyrir mig." Þrátt fyrir að vera í sínu besta formi í mörg ár ætlar Bjarki að standa við þá ákvörðun sína að leggja skóna endanlega á hilluna í haust. Draumurinn er að ljúka ferlinum með Íslandsmeistaratitli. "Við erum með gott lið, góðan hóp og frábæran þjálfara. Það er allt til alls hérna í Hafnarfirði. En þó það takist ekki er yfirstandandi tímabil mitt síðasta. Ég er að flytja til Hollands í haust þar sem kærastan mín stundar nám. Þar mun ég starfa fyrir umboðsskrifstofuna mína, Total Football enda með marga leikmenn á okkar snærum á þessu svæði", sagði Bjarki Gunnlaugsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira