Íslenski boltinn

Hörður: Pottur brotinn hjá KSÍ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hörður Magnússon var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum í X-inu í morgun. Þar var meðal annars komið inn á harkaleg ummæli sem Garðar Gunnlaugsson, leikmaður ÍA, lét falla á Facebook í gær.

„Það er ástæða fyrir því að ég er ekki á Facebook og þetta er eina ástæðan," sagði Hörður. „Ég vil í raun ekki tjá mig um það að öðru leyti."

Hann sagði þó viðbrögð Gísla Gíslasonar, stjórnarmanns KSÍ, umdeilanleg en hann setti nafn sitt við færslu Garðars sem því að „líka við" hana.

„Mér fannst athyglisverðast að fyrrverandi formaður ÍA, Gísli Gíslason - stjórnarmaður í KSÍ - að hann skyldi taka undir þessi ummæli finnst mér fyrir neðan beltisstað. KSÍ þarf að taka betur á því það er ekki langt síðan sambandið sendi frá sér yfirlýsingu um að menn ættu að vera með háttsemi á samskiptamiðlum," bætti Hörður.

„Þegar menn í stjórn KSÍ geta ekki farið eftir eigin ummælum þá er einhver pottur brotinn."

Viðtalið allt má heyra hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×