Innlent

Beittu kylfum á stuðningsmenn AIK - myndir

Eins og sést á þessari mynd þurfti lögreglumaður að beita kylfunni á stuðningsmenninga sem sungu látlaust allan leikinn.
Eins og sést á þessari mynd þurfti lögreglumaður að beita kylfunni á stuðningsmenninga sem sungu látlaust allan leikinn. Mynd/Daníel Rúnarsson
Til átaka kom í áfhorfendastúkunni í Kaplakrika í kvöld þar sem FH fengu sænska liðið AIK í heimsókn. Stuðningsmenn sænska liðsins hlýddu ekki fyrirmælum gæslunnar um að stranglega bannað væri að standa upp á áhorfendapöllum. Þegar þeim var bent á að setjast niður brugðust þeir ókvæða við og þurftu lögreglumenn sem voru tilbúnir að aðstoða að beita kylfum á Svíana. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var þó enginn handtekinn en atvikið átti sér stað í byrjun leiks.

Stuðningsmenn AIK eru þekktir um alla Evrópu en þeir þykja vera hörðustu stuðningsmennirnir á Norðurlöndunum og ganga þeir undir nafinu Black Army. Þeir sáust meðal annars í miðborg Reykjavíkur í dag í tuga tali þar sem þeir sungu söngva og drukku bjór á krám borgarinnar.

Þeir fara þó eflaust sáttir heim því AIK sigraði FH, 0-1 og eru því komnir áfram í næstu umferð.

Meðfylgjandi myndir tók Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis.is og Fréttablaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×