Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Stjarnan 3-3 Stefán Hirst Friðriksson skrifar 29. júlí 2012 00:01 Mynd/Ernir Ingimundur Níels Óskarsson tryggði Fylkismönnum stig á móti Stjörnunni í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld þegar hann jafnaði metin í 3-3 átta mínútum fyrir leikslok. Stjörnumenn hefðu náð toppliði KR að stigum með sigri en eins og áður í sumar þá gengur þeim illa að komast í tæri við toppsætið. Fylkismenn sýndu mikinn karakter með því að jafna metin þrisvar sinnum. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og voru það gestirnir úr Garðabænum sem náðu forystunni strax á 10. mínútu. Þar var að verki Ellert Hreinsson en hann skallaði boltann í netið eftir góða fyrirgjöf frá Jóhanni Laxdal. Fylkir náði svo að jafna metin á 33. mínútu. Þá átti Oddur Ingi Guðmundsson skot á mark fyrir utan vítateig sem Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar missti klaufalega frá sér og þurfti Jóhann Þórhallsson einungis að ýta boltanum yfir línuna. Virkilega slök markvarsla. Stjörnumenn voru þó ekki hættir því að þeim tókst að ná forystunni fyrir hálfleik. Þá átti Jóhann Laxdal aftur góða fyrirgjöf inn á teiginn sem endaði fyrir fótum Mark Doninger sem kláraði færið virkilega vel. Doninger var einungis búinn að vera inn á í tæpar þrjár mínútur en hann kom inn á í stað Garðars Jóhannssonar sem meiddist. Síðari hálfleikurinn var jafn fjörugur og sá fyrri og tókst heimamönnum aftur að jafna leikinn á 63. mínútu. Þar var að verki Davíð Þór Ásbjörnsson en honum tókst að koma boltanum yfir línuna eftir klaufaskap í vörn Stjörnunnar eftir hornspyrnu heimamanna. Stjörnumenn náðu svo forystunni í þriðja skiptið í leiknum þegar Halldór Orri Björnsson fékk góða fyrirgjöf utan af kanti og kláraði hann færið vel. Fylkir sýndi þó gríðarlegan karakter og voru þeir búnir að jafna leikinn í þriðja skiptið þegar tæplega tíu mínútur voru til leiksloka. Þá átti Björgólfur Takefusa frábæra stungusendingu inn á Ingimund Níels Óskarsson sem lét sér ekki segjast og lagði boltann auðveldlega framhjá Ingvari í marki Stjörnunnar. Stjörnumenn sóttu hart að marki Fylkis í kjölfarið og áttu þeir meðal annars stangarskot auk þess að fá fleiri færi til þess að gera útum leikinn. Inn vildi boltinn ekki og 3-3 jafntefli því staðreynd í bráðfjörugum leik. Ásmundur: Sterkur karakter í liðinuMynd/ErnirÞetta hafðist en fyrirfram hefðum við viljað klára leikinn með þrjú stig. Eins og leikurinn spilaðist getum við verið nokkuð ánægðir með þetta. Við náðum að koma þrisvar sinnum til baka eftir að hafa lent undir og er það sterkur karakter hjá liðinu," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. „Skipulagið var ekki nógu gott hjá okkur í dag og erum við að opna okkur allt of mikið. Við vorum að bjóða þeim upp á alltof mikið af ódýrum færum og mörkum. Þetta var ekki alveg að virka hjá okkur í vörninni í dag og er þetta eitthvað sem við þurfum að laga," bætti Ásmundur við. Aðspurður um hvort að liðið hefði í hyggju að styrkja sig eitthvað áður en félagsskiptaglugginn lokar sagði Ásmundur. „Það er eitthvað búið að koma til okkar en ég á svosem ekki von á því," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok. Bjarni: Algjört einbeitingarleysiMynd/Ernir„Þetta er gríðarlega svekkjandi. Við náum forystunni þrisvar í leiknum og það á að duga til þess að klára svona leik. Við erum að gera okkur seka um slæm mistök í vörninni sem eru að kosta okkur sigurinn hér í kvöld. Ég er mjög ósáttur við varnarvinnuna í leiknum," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar. „Þetta er algjört einbeitingarleysi hjá okkur að klára þetta ekki. Sóknarleikurinn var hinsvegar góður og áttum við að vera búnir að gera útum leikinn. Við fengum nóg af tækifærum til þess að gera útum leikinn þegar við erum yfir en það gekk ekki í dag. Lukkudísirnar voru ekki alveg með okkur í þessum leik," bætti Bjarni við. Jafnteflið í kvöld er það sjöunda hjá Stjörnumönnum í sumar og sagði Bjarni að hann væri þó ágætlega ánægður með þróunina á milli ára. „Undanfarin ár höfum við verið að tapa svona leikjum. Við verðum bara að vera jákvæðir og líta á þetta sem gott skref í þróunarbrautinni hjá okkur. Vonandi telja þessi jafntefli í lok móts," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
Ingimundur Níels Óskarsson tryggði Fylkismönnum stig á móti Stjörnunni í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld þegar hann jafnaði metin í 3-3 átta mínútum fyrir leikslok. Stjörnumenn hefðu náð toppliði KR að stigum með sigri en eins og áður í sumar þá gengur þeim illa að komast í tæri við toppsætið. Fylkismenn sýndu mikinn karakter með því að jafna metin þrisvar sinnum. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og voru það gestirnir úr Garðabænum sem náðu forystunni strax á 10. mínútu. Þar var að verki Ellert Hreinsson en hann skallaði boltann í netið eftir góða fyrirgjöf frá Jóhanni Laxdal. Fylkir náði svo að jafna metin á 33. mínútu. Þá átti Oddur Ingi Guðmundsson skot á mark fyrir utan vítateig sem Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar missti klaufalega frá sér og þurfti Jóhann Þórhallsson einungis að ýta boltanum yfir línuna. Virkilega slök markvarsla. Stjörnumenn voru þó ekki hættir því að þeim tókst að ná forystunni fyrir hálfleik. Þá átti Jóhann Laxdal aftur góða fyrirgjöf inn á teiginn sem endaði fyrir fótum Mark Doninger sem kláraði færið virkilega vel. Doninger var einungis búinn að vera inn á í tæpar þrjár mínútur en hann kom inn á í stað Garðars Jóhannssonar sem meiddist. Síðari hálfleikurinn var jafn fjörugur og sá fyrri og tókst heimamönnum aftur að jafna leikinn á 63. mínútu. Þar var að verki Davíð Þór Ásbjörnsson en honum tókst að koma boltanum yfir línuna eftir klaufaskap í vörn Stjörnunnar eftir hornspyrnu heimamanna. Stjörnumenn náðu svo forystunni í þriðja skiptið í leiknum þegar Halldór Orri Björnsson fékk góða fyrirgjöf utan af kanti og kláraði hann færið vel. Fylkir sýndi þó gríðarlegan karakter og voru þeir búnir að jafna leikinn í þriðja skiptið þegar tæplega tíu mínútur voru til leiksloka. Þá átti Björgólfur Takefusa frábæra stungusendingu inn á Ingimund Níels Óskarsson sem lét sér ekki segjast og lagði boltann auðveldlega framhjá Ingvari í marki Stjörnunnar. Stjörnumenn sóttu hart að marki Fylkis í kjölfarið og áttu þeir meðal annars stangarskot auk þess að fá fleiri færi til þess að gera útum leikinn. Inn vildi boltinn ekki og 3-3 jafntefli því staðreynd í bráðfjörugum leik. Ásmundur: Sterkur karakter í liðinuMynd/ErnirÞetta hafðist en fyrirfram hefðum við viljað klára leikinn með þrjú stig. Eins og leikurinn spilaðist getum við verið nokkuð ánægðir með þetta. Við náðum að koma þrisvar sinnum til baka eftir að hafa lent undir og er það sterkur karakter hjá liðinu," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. „Skipulagið var ekki nógu gott hjá okkur í dag og erum við að opna okkur allt of mikið. Við vorum að bjóða þeim upp á alltof mikið af ódýrum færum og mörkum. Þetta var ekki alveg að virka hjá okkur í vörninni í dag og er þetta eitthvað sem við þurfum að laga," bætti Ásmundur við. Aðspurður um hvort að liðið hefði í hyggju að styrkja sig eitthvað áður en félagsskiptaglugginn lokar sagði Ásmundur. „Það er eitthvað búið að koma til okkar en ég á svosem ekki von á því," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok. Bjarni: Algjört einbeitingarleysiMynd/Ernir„Þetta er gríðarlega svekkjandi. Við náum forystunni þrisvar í leiknum og það á að duga til þess að klára svona leik. Við erum að gera okkur seka um slæm mistök í vörninni sem eru að kosta okkur sigurinn hér í kvöld. Ég er mjög ósáttur við varnarvinnuna í leiknum," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar. „Þetta er algjört einbeitingarleysi hjá okkur að klára þetta ekki. Sóknarleikurinn var hinsvegar góður og áttum við að vera búnir að gera útum leikinn. Við fengum nóg af tækifærum til þess að gera útum leikinn þegar við erum yfir en það gekk ekki í dag. Lukkudísirnar voru ekki alveg með okkur í þessum leik," bætti Bjarni við. Jafnteflið í kvöld er það sjöunda hjá Stjörnumönnum í sumar og sagði Bjarni að hann væri þó ágætlega ánægður með þróunina á milli ára. „Undanfarin ár höfum við verið að tapa svona leikjum. Við verðum bara að vera jákvæðir og líta á þetta sem gott skref í þróunarbrautinni hjá okkur. Vonandi telja þessi jafntefli í lok móts," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira