Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Stjarnan 3-3 Stefán Hirst Friðriksson skrifar 29. júlí 2012 00:01 Mynd/Ernir Ingimundur Níels Óskarsson tryggði Fylkismönnum stig á móti Stjörnunni í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld þegar hann jafnaði metin í 3-3 átta mínútum fyrir leikslok. Stjörnumenn hefðu náð toppliði KR að stigum með sigri en eins og áður í sumar þá gengur þeim illa að komast í tæri við toppsætið. Fylkismenn sýndu mikinn karakter með því að jafna metin þrisvar sinnum. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og voru það gestirnir úr Garðabænum sem náðu forystunni strax á 10. mínútu. Þar var að verki Ellert Hreinsson en hann skallaði boltann í netið eftir góða fyrirgjöf frá Jóhanni Laxdal. Fylkir náði svo að jafna metin á 33. mínútu. Þá átti Oddur Ingi Guðmundsson skot á mark fyrir utan vítateig sem Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar missti klaufalega frá sér og þurfti Jóhann Þórhallsson einungis að ýta boltanum yfir línuna. Virkilega slök markvarsla. Stjörnumenn voru þó ekki hættir því að þeim tókst að ná forystunni fyrir hálfleik. Þá átti Jóhann Laxdal aftur góða fyrirgjöf inn á teiginn sem endaði fyrir fótum Mark Doninger sem kláraði færið virkilega vel. Doninger var einungis búinn að vera inn á í tæpar þrjár mínútur en hann kom inn á í stað Garðars Jóhannssonar sem meiddist. Síðari hálfleikurinn var jafn fjörugur og sá fyrri og tókst heimamönnum aftur að jafna leikinn á 63. mínútu. Þar var að verki Davíð Þór Ásbjörnsson en honum tókst að koma boltanum yfir línuna eftir klaufaskap í vörn Stjörnunnar eftir hornspyrnu heimamanna. Stjörnumenn náðu svo forystunni í þriðja skiptið í leiknum þegar Halldór Orri Björnsson fékk góða fyrirgjöf utan af kanti og kláraði hann færið vel. Fylkir sýndi þó gríðarlegan karakter og voru þeir búnir að jafna leikinn í þriðja skiptið þegar tæplega tíu mínútur voru til leiksloka. Þá átti Björgólfur Takefusa frábæra stungusendingu inn á Ingimund Níels Óskarsson sem lét sér ekki segjast og lagði boltann auðveldlega framhjá Ingvari í marki Stjörnunnar. Stjörnumenn sóttu hart að marki Fylkis í kjölfarið og áttu þeir meðal annars stangarskot auk þess að fá fleiri færi til þess að gera útum leikinn. Inn vildi boltinn ekki og 3-3 jafntefli því staðreynd í bráðfjörugum leik. Ásmundur: Sterkur karakter í liðinuMynd/ErnirÞetta hafðist en fyrirfram hefðum við viljað klára leikinn með þrjú stig. Eins og leikurinn spilaðist getum við verið nokkuð ánægðir með þetta. Við náðum að koma þrisvar sinnum til baka eftir að hafa lent undir og er það sterkur karakter hjá liðinu," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. „Skipulagið var ekki nógu gott hjá okkur í dag og erum við að opna okkur allt of mikið. Við vorum að bjóða þeim upp á alltof mikið af ódýrum færum og mörkum. Þetta var ekki alveg að virka hjá okkur í vörninni í dag og er þetta eitthvað sem við þurfum að laga," bætti Ásmundur við. Aðspurður um hvort að liðið hefði í hyggju að styrkja sig eitthvað áður en félagsskiptaglugginn lokar sagði Ásmundur. „Það er eitthvað búið að koma til okkar en ég á svosem ekki von á því," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok. Bjarni: Algjört einbeitingarleysiMynd/Ernir„Þetta er gríðarlega svekkjandi. Við náum forystunni þrisvar í leiknum og það á að duga til þess að klára svona leik. Við erum að gera okkur seka um slæm mistök í vörninni sem eru að kosta okkur sigurinn hér í kvöld. Ég er mjög ósáttur við varnarvinnuna í leiknum," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar. „Þetta er algjört einbeitingarleysi hjá okkur að klára þetta ekki. Sóknarleikurinn var hinsvegar góður og áttum við að vera búnir að gera útum leikinn. Við fengum nóg af tækifærum til þess að gera útum leikinn þegar við erum yfir en það gekk ekki í dag. Lukkudísirnar voru ekki alveg með okkur í þessum leik," bætti Bjarni við. Jafnteflið í kvöld er það sjöunda hjá Stjörnumönnum í sumar og sagði Bjarni að hann væri þó ágætlega ánægður með þróunina á milli ára. „Undanfarin ár höfum við verið að tapa svona leikjum. Við verðum bara að vera jákvæðir og líta á þetta sem gott skref í þróunarbrautinni hjá okkur. Vonandi telja þessi jafntefli í lok móts," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira
Ingimundur Níels Óskarsson tryggði Fylkismönnum stig á móti Stjörnunni í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld þegar hann jafnaði metin í 3-3 átta mínútum fyrir leikslok. Stjörnumenn hefðu náð toppliði KR að stigum með sigri en eins og áður í sumar þá gengur þeim illa að komast í tæri við toppsætið. Fylkismenn sýndu mikinn karakter með því að jafna metin þrisvar sinnum. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og voru það gestirnir úr Garðabænum sem náðu forystunni strax á 10. mínútu. Þar var að verki Ellert Hreinsson en hann skallaði boltann í netið eftir góða fyrirgjöf frá Jóhanni Laxdal. Fylkir náði svo að jafna metin á 33. mínútu. Þá átti Oddur Ingi Guðmundsson skot á mark fyrir utan vítateig sem Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar missti klaufalega frá sér og þurfti Jóhann Þórhallsson einungis að ýta boltanum yfir línuna. Virkilega slök markvarsla. Stjörnumenn voru þó ekki hættir því að þeim tókst að ná forystunni fyrir hálfleik. Þá átti Jóhann Laxdal aftur góða fyrirgjöf inn á teiginn sem endaði fyrir fótum Mark Doninger sem kláraði færið virkilega vel. Doninger var einungis búinn að vera inn á í tæpar þrjár mínútur en hann kom inn á í stað Garðars Jóhannssonar sem meiddist. Síðari hálfleikurinn var jafn fjörugur og sá fyrri og tókst heimamönnum aftur að jafna leikinn á 63. mínútu. Þar var að verki Davíð Þór Ásbjörnsson en honum tókst að koma boltanum yfir línuna eftir klaufaskap í vörn Stjörnunnar eftir hornspyrnu heimamanna. Stjörnumenn náðu svo forystunni í þriðja skiptið í leiknum þegar Halldór Orri Björnsson fékk góða fyrirgjöf utan af kanti og kláraði hann færið vel. Fylkir sýndi þó gríðarlegan karakter og voru þeir búnir að jafna leikinn í þriðja skiptið þegar tæplega tíu mínútur voru til leiksloka. Þá átti Björgólfur Takefusa frábæra stungusendingu inn á Ingimund Níels Óskarsson sem lét sér ekki segjast og lagði boltann auðveldlega framhjá Ingvari í marki Stjörnunnar. Stjörnumenn sóttu hart að marki Fylkis í kjölfarið og áttu þeir meðal annars stangarskot auk þess að fá fleiri færi til þess að gera útum leikinn. Inn vildi boltinn ekki og 3-3 jafntefli því staðreynd í bráðfjörugum leik. Ásmundur: Sterkur karakter í liðinuMynd/ErnirÞetta hafðist en fyrirfram hefðum við viljað klára leikinn með þrjú stig. Eins og leikurinn spilaðist getum við verið nokkuð ánægðir með þetta. Við náðum að koma þrisvar sinnum til baka eftir að hafa lent undir og er það sterkur karakter hjá liðinu," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. „Skipulagið var ekki nógu gott hjá okkur í dag og erum við að opna okkur allt of mikið. Við vorum að bjóða þeim upp á alltof mikið af ódýrum færum og mörkum. Þetta var ekki alveg að virka hjá okkur í vörninni í dag og er þetta eitthvað sem við þurfum að laga," bætti Ásmundur við. Aðspurður um hvort að liðið hefði í hyggju að styrkja sig eitthvað áður en félagsskiptaglugginn lokar sagði Ásmundur. „Það er eitthvað búið að koma til okkar en ég á svosem ekki von á því," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis í leikslok. Bjarni: Algjört einbeitingarleysiMynd/Ernir„Þetta er gríðarlega svekkjandi. Við náum forystunni þrisvar í leiknum og það á að duga til þess að klára svona leik. Við erum að gera okkur seka um slæm mistök í vörninni sem eru að kosta okkur sigurinn hér í kvöld. Ég er mjög ósáttur við varnarvinnuna í leiknum," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar. „Þetta er algjört einbeitingarleysi hjá okkur að klára þetta ekki. Sóknarleikurinn var hinsvegar góður og áttum við að vera búnir að gera útum leikinn. Við fengum nóg af tækifærum til þess að gera útum leikinn þegar við erum yfir en það gekk ekki í dag. Lukkudísirnar voru ekki alveg með okkur í þessum leik," bætti Bjarni við. Jafnteflið í kvöld er það sjöunda hjá Stjörnumönnum í sumar og sagði Bjarni að hann væri þó ágætlega ánægður með þróunina á milli ára. „Undanfarin ár höfum við verið að tapa svona leikjum. Við verðum bara að vera jákvæðir og líta á þetta sem gott skref í þróunarbrautinni hjá okkur. Vonandi telja þessi jafntefli í lok móts," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Fleiri fréttir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Sjá meira