Innlent

Sundkona fetar í fótspor Grettis sterka

BBI skrifar
Drangey sést hér í baksýn rísa úr Skagafirðinum.
Drangey sést hér í baksýn rísa úr Skagafirðinum. Mynd/Stefán Karlsson

Sundkonan Birna Hrönn Sigurjónsdóttir ákvað að synda Drangeyjarsundið í dag og á um 700 metra eftir þegar þetta er skrifað. Veðrið er ekki sem hagstæðast, eða um 8 m/s suðvestan átt. Sjórinn er nokkuð úfinn en Birna er vön sundkona og hefur bát til fylgdar.

Fylgdarmaður Birnu telur hana vera fjórðu konuna sem leggur í sundið sem er einir 6,6 km. Sjórinn núna er um 10 gráður og sundið því talsverð þolraun. Sundið er ákveðin þolraun en á sínum tíma synti Grettir Ásmundarson nánast sömu leið sem þótti mikið þrekvirki. Litu margir á það sem ýkjusögu fram eftir öldum þar til menn syntu sömu leið í byrjun 20. aldar.

Birna er ekki eini íslenski sundgarpurinn sem á í þrekraunum í dag því á sama tíma eru íslenskir þremenningar á sundi á leið yfir San Francisco-flóa.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.