Íslenski boltinn

Brons til liðs við Selfoss

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Viðar Örn og félagar á Selfossi fá liðsstyrk fyrir komandi átök.
Viðar Örn og félagar á Selfossi fá liðsstyrk fyrir komandi átök. Mynd/Guðmundur Bjarki
Karlalið Selfoss í Pepsi-deild karla hefur samið við norska miðvörðinn Bernard Petrus Brons. Frá þessu er greint á fréttavefnum Sunnlenska.is.

Brons kom til landsins í gær til reynslu og var samið við hann að æfingunni lokinni. Hann mun leika með liðinu út leiktíðina.

Brons er 26 ára gamall og kemur frá norska liðinu Fana IL. Að sögn Sunnlenska leituðu forráðamenn Selfoss álits fjölmargra aðila þeirra á meðal norska varnarmannsins Endre Ove Brenne sem leikur með Selfossi.

Brons er ætlað að fylla í skarð fyrirliðans Stefáns Ragnars Guðlaugssonar sem meiddist illa í deildarleik gegn Stjörnunni á dögunum. Þá heldur Agnar Bragi Magnússon utan til náms um miðjan ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×