Sport

Ásdís og Óðinn keppa á Meistaramótinu um helgina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Ernir
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fer fram í 86. skipti á Laugardalsvelli um helgina. 160 keppendur eru skráðir til leiks þeirra á meðal Ólympíufararnir Ásdís Hjálmsdóttir og Óðinn Björn Þorsteinsson.

Flestir keppendur eru skráðir til leiks í 100 metra hlaupi karla eða 26. Fjölmennasta greinin í kvennaflokki er hins vegar 200 metra hlaupið þar sem 23 konur mæta til keppni.

ÍR á flesta keppendur á mótinu eða 51 en næstir koma FH-ingar með 36 keppendur.

Búist er við mikilli keppni í langstökki þar sem Kristinn Torfason úr FH og Þorsteinn Ingvarsson úr HSÞ eigast meðal annarra við.

Þá verður fróðlegt að fylgjast með keppni í 100 og 200 metra hlaupi þar sem Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR og Hafdís Sigurðardóttir úr UFA etja kappi enn eina ferðina.

Hægt verður að fylgjast með keppninni á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins, sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×