Íslenski boltinn

Reynir leggur skóna á hilluna

Reynir lyftir 1. deildarbikarnum með ÍA síðasta sumar.
Reynir lyftir 1. deildarbikarnum með ÍA síðasta sumar.
1. deildarlið Víkings varð fyrir miklu áfalli í dag þegar miðvörðurinn Reynir Leósson tilkynnti að hann hefði ákveðið að leggja skóna á hilluna.

Það gerir Reynir vegna þrálátra meiðsla sem hafa haldið honum mikið utan vallar.

Reynir á glæstan feril þar sem hann lék lengstum með uppeldisfélagi sínu, ÍA. Hann lék einnig með Fram, Val og loks Víkingi en Reynir á að baki yfir 250 leiki með þessum félögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×