Sækja bæði um rannsóknarleyfi við Aldeyjarfoss Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júlí 2012 19:30 Tvö stærstu orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur í samstarfi við Norðlendinga, bítast nú um rannsóknarleyfi vegna 90 megavatta virkjunar við Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Orkustofnun þarf að gera upp á milli þeirra þar sem aðeins einn aðili getur haft slíkt leyfi á hverjum tíma. Virkjun Skjálfandafljóts efst í Bárðardal er áratugagömul hugmynd, um tíma var hún kölluð Íshólsvatnsvirkjun en nú Hrafnabjargavirkjun. Í vinnugögnum rammaáætlunar er miðað við að fljótið verði stíflað við Hrafnabjörg, vatnið síðan leitt í sex kílómetra göngum í stöðvarhús neðan við Aldeyjarfoss en við þetta yrði til 27 ferkílómetra miðlunarlón. Orkustofnun hefur nú til umfjöllunar tvær umsóknir um leyfi til að rannsaka þennan kost, aðra frá Landsvirkjun, sem ríkið á, og hina frá hlutafélaginu Hrafnabjargavirkjun. Það er í meirihlutaeigu Orkuveitu Reykjavíkur, sem á 60%, en aðrir eigendur eru Norðurorka með 18,75%, Orkuveita Húsavíkur 18,75% og Þingeyjarsveit 2,5%. Samkvæmt auðlindalögum getur aðeins einn aðili í einu haft leyfi til rannsókna á ákveðnu svæði og því þarf Orkustofnun að velja á milli umsækjenda, að sögn Kristins Einarssonar, yfirverkefnisstjóra auðlindamála hjá Orkustofnun og staðgengils orkumálastjóra, en hann minnist þess ekki að slíkt hafi gerst áður. Lögbundnir umsagnaraðilar, umhverfisráðuneyti og landeigendur, hafa frest fram í ágústmánuð til að lýsa áliti sínu. Virkjun á þessum stað myndi skerða rennsli Aldeyjarfoss en í drögum að rammaáætlun var hún sett í biðflokk. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Kristinn að biðflokkur geri ráð fyrir því að menn séu ekki með öll gögn í höndunum og því þurfi að afla fleiri gagna. Því væri rökrétt að leyfa rannsóknir. Kristinn tekur þó fram að rannsóknarleyfi innifeli engan forgang að virkjunarleyfi síðar og sé heldur engin stefnumörkun um hvar skuli virkja. „Þetta er einfaldlega spurning um að afla frekari gagna svo menn geti tekið upplýsta ákvörðun, þegar þar að kemur," segir Kristinn. Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira
Tvö stærstu orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur í samstarfi við Norðlendinga, bítast nú um rannsóknarleyfi vegna 90 megavatta virkjunar við Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Orkustofnun þarf að gera upp á milli þeirra þar sem aðeins einn aðili getur haft slíkt leyfi á hverjum tíma. Virkjun Skjálfandafljóts efst í Bárðardal er áratugagömul hugmynd, um tíma var hún kölluð Íshólsvatnsvirkjun en nú Hrafnabjargavirkjun. Í vinnugögnum rammaáætlunar er miðað við að fljótið verði stíflað við Hrafnabjörg, vatnið síðan leitt í sex kílómetra göngum í stöðvarhús neðan við Aldeyjarfoss en við þetta yrði til 27 ferkílómetra miðlunarlón. Orkustofnun hefur nú til umfjöllunar tvær umsóknir um leyfi til að rannsaka þennan kost, aðra frá Landsvirkjun, sem ríkið á, og hina frá hlutafélaginu Hrafnabjargavirkjun. Það er í meirihlutaeigu Orkuveitu Reykjavíkur, sem á 60%, en aðrir eigendur eru Norðurorka með 18,75%, Orkuveita Húsavíkur 18,75% og Þingeyjarsveit 2,5%. Samkvæmt auðlindalögum getur aðeins einn aðili í einu haft leyfi til rannsókna á ákveðnu svæði og því þarf Orkustofnun að velja á milli umsækjenda, að sögn Kristins Einarssonar, yfirverkefnisstjóra auðlindamála hjá Orkustofnun og staðgengils orkumálastjóra, en hann minnist þess ekki að slíkt hafi gerst áður. Lögbundnir umsagnaraðilar, umhverfisráðuneyti og landeigendur, hafa frest fram í ágústmánuð til að lýsa áliti sínu. Virkjun á þessum stað myndi skerða rennsli Aldeyjarfoss en í drögum að rammaáætlun var hún sett í biðflokk. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Kristinn að biðflokkur geri ráð fyrir því að menn séu ekki með öll gögn í höndunum og því þurfi að afla fleiri gagna. Því væri rökrétt að leyfa rannsóknir. Kristinn tekur þó fram að rannsóknarleyfi innifeli engan forgang að virkjunarleyfi síðar og sé heldur engin stefnumörkun um hvar skuli virkja. „Þetta er einfaldlega spurning um að afla frekari gagna svo menn geti tekið upplýsta ákvörðun, þegar þar að kemur," segir Kristinn.
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Sjá meira